is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6971

Titill: 
 • Titill er á ensku Legal and judicial approaches to gender-based violence in international human rights law
 • Nálgun alþjóðlegra mannréttindadómstóla og alþjóðlegra mannréttindalaga á kynbundu ofbeldi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð hefur það að markimiði að gera grein fyrir kynbundnu ofbeldi einsog það birtist í alþjóðlegum mannréttindasamningum og fyrir alþjóðlegum mannréttindadómstólum. Undanfarna áratugi hafa orðið miklar breytingar á þessu sviði, kynbundið ofbeldi er í sífellt meiri mæli álitið brot á mannréttindum. Ríkjum heims ber því skylda til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, þegar það er mögulegt, rannsaka þessi ofbeldisverk og refsa ofbeldismönnum á fullnægjandi hátt. Þessar breytingar hafa í för með sér aukna mannréttindavernd kvenna. Almennir mannréttindasamningar hafa verið gagnrýndir fyrir að taka einungis mið af reynsluheimi karla, en nú er vernd gegn ofbeldi á konum í auknum mæli túlkuð úr þessum sömu samningum og nýir samningar, sem taka á þessu ofbeldi sérstaklega, hafa verið myndaðir.
  Við samningu ritgerðarinnar hefur einkum verið byggt á ritum fræðimanna, dómum alþjóðadómstóla, alþjóðlegum mannréttindasamningum og löggjöf einstakra ríkja. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið skoðuð sérstaklega vegna fjölda þeirra mála er varða kynbundið ofbeldi sem komið hafa til kasta þess dómstóls.
  Sérstaklega er fjallað um heimilisofbeldi, nauðgun, nauðgun sem stríðsglæp og mansal. Mannréttindavernd gegn heimilisofbeldi hefur stóraukist jafnframt því sem lögð hefur verið vaxandi áhersla á jákvæðar skyldur ríkja í mannréttindasamningum. Þannig má nefna að skilgreining á nauðgun í alþjóðlegum mannréttindasamningum hefur breyst mikið til hins betra og býður nú upp á aukna vernd gegn þeim glæp. Er nú svo komið að litið er á kerfisbundnar nauðganir, beitt sem liður í hernaði, sem stríðsglæpi. Mansal á konum til kynferðislegrar misnotkunar fær vaxandi athygli, og hefur það leitt til þess að nýrra lausna er leitað á því vandamáli.

 • Útdráttur er á ensku

  The object of this paper is to account for gender-based violence in international human rights law and before international human rights courts. Great change has been made in this field in the past decades; gender-based violence is perpetually more often viewed as a violation of human rights. States of the world are obliged to prevent this form of violence when possible, thoroughly investigate those violent acts, and punish the perpetrators in an adequate manner. This change incurs increased human rights protection for women. General human rights treaties have been criticized for only using men‟s experiences as a frame of reference, but now protection against violence against women is increasingly interpreted from these treaties and new ones, which specifically deal with this form of violence, have been formed.
  When writing the paper, the writings of scholars, judgments of international courts, international human rights treaties and legislation of single states, are used for references. The European Court of Human Rights is addressed in particular, due to its large case law regarding gender-based violence.
  The focus of the paper is on domestic violence, rape, rape as a crime of war and trafficking in women for sexual exploitation. Human rights protection against domestic violence has increased significantly at the same time as increased emphasis has been placed on positive obligations of states in human rights treaties. The definition of rape in international human rights law has changed for the better, and now offers an increased protection against that crime. Systematic rapes as a part of war are now considered war-crimes. Trafficking in women for sexual exploitation enjoys increased attention, and that has led to new solutions to the problem being sought.

Samþykkt: 
 • 30.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrin-Palsdottir_ML-2010.pdf538.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna