is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6973

Titill: 
 • Endurupptaka mála sem farið hafa fyrir Mannréttindadómstól Evrópu
 • Titill er á ensku The Reopening of Cases adjudicated by the European Court of Human Rights
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er úrræðið um endurupptöku mála sem farið hafa fyrir Mannréttindadómstól Evrópu skýrt og helstu sjónarmið rakin sem til álita koma við beitingu þess. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna hvort og þá hvaða skyldur hvíla á aðildarríkjum að tryggja að heimild til endurupptöku sé til staðar í innanlandsrétti í kjölfar áfellisdóms Mannréttindadómstólsins og að kanna hvort íslensk löggjöf standist þær kröfur sem gerðar hafa verið af dómstólnum í þeim efnum.
  Aðildarríki sem gerst hafa brotleg við ákvæði sáttmálans á að leitast við að gera brotaþola, eftir því sem kostur er, eins settan og ef brot hefði ekki átt sér stað. Nánari skil eru gerð á því hvað í þessu felst og hvaða úrræði koma til greina til að fullnægja þessari skyldu.
  Engar beinar skyldur hvíla á aðildarríkjum samkvæmt sáttmálanum að heimila endurupptöku mála þar sem dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að um brot gegn sáttmálanum hafi verið að ræða. Dómar dómstólsins hafa þó í ríkari mæli verið að beina því til aðildarríkja að þeim beri skylda til að tryggja að viðeigandi úrræði séu fyrir hendi í innanlandsrétti til að gera aðila eins setta og ef brot hefði ekki verið framið. Hefur hann sagt að ríkjum beri skylda til að aðlaga löggjöf sína og dómkerfi á þann hátt að það samrýmist kröfum sáttmálans. Í þessu felist meðal annars að til staðar séu ákvæði í löggjöf aðildarríkjanna sem heimila endurupptöku mála þar sem ríki hefur verið dæmt brotlegt við ákvæði sáttmálans.
  Þegar endurupptökuákvæði íslensku löggjafarinnar eru skoðuð kemur í ljós að réttarfarslögin hafa að geyma takmarkanir sem geta komið í veg fyrir að mál verði endurupptekið í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. Niðurstaðan er því að endurskoða þarf löggjöfina í því skyni að uppfylla skuldbindingar ríkisins samkvæmt sáttmálanum.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis remedies regarding reopening in domestic legal systems will be examined and the main aspects with respect to applying those remedies will be outlined in connection with cases that have been adjudicated by the European Court of Human Rights (the Court). The main theme of this thesis is to study if the parties of the European Convention of Human Rights (the Convention) have an obligation to guarantee remedies of reopening within their legal systems following a judgement by the Court. In that connection the Icelandic legislation will be examined in order to distinguish if it contains satisfactory sources for reopening.
  A contracting party that has been found in violation of its treaty obligations has a duty to restore the applicant to its original condition. Closer examination on what that duty entails will be examined in addition to the obligation to respect the judgement of the Court.
  The Convention has no direct provisions within its framework that obligates the contracting parties to reopen cases following a judgement from the Court. Nevertheless the Court’s judgement have increasingly entailed that the contracting parties do have an obligation to ensure that their legislation contain satisfactory resources to restore the applicant to its original condition. The Court has declared that the contracting parties are obligated to amend their legislation and judicial bodies in order to comply with treaty obligations. This requires, inter alia, that domestic legislation contain provisions that authorize reopening of cases following the Courts judgement of a treaty violation.
  Examination of the Icelandic legislation concludes that the procedural law contains limitations that can prevent the reopening of a case following a judgment from the Court. For that reason the conclusion of this thesis is that a revision of the Icelandic legislation would be preferable in order for the state to fulfill its treaty obligations.

Samþykkt: 
 • 30.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret-Gunnarsdottir_ML-2010.pdf601.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna