is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6981

Titill: 
 • Sáttamiðlun sem leið til þess að leysa ágreining í viðskiptum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sáttamiðlun er þekkt víðsvegar um heiminn, sem annar valmöguleiki en dómstólar. Viðskiptaheimurinn erlendis hefur nýtt sér sáttamiðlun í ein 40 ár með góðri raun, og hafa íslensk fyrirtæki með starfsemi erlendis eða í viðskiptum við erlenda aðila notast við sáttamiðlum við lúkningu sinna deilumála, í fjölmörgum tilfellum. Sáttamiðlun hefur hinsvegar ekki notið mikillar vinsældar hér innanlands. Tilgangur ritgerðar þessarar er að reyna að meta kosti og galla sáttamiðlanna. Finna út hvort sáttamiðlun sé nothæft úrræði hér á landi sem og að finna út hversvegna sáttamiðlun er ekki jafn vinsælt úrræði hér líkt og þekkist erlendis. Ég spyr þeirra spurninga hvort sáttamiðlun eigi heima í heimi viðskipta hér á Íslandi og þá hvort gæfulegt sé að þvinga menn til sáttamiðlunar.
  Til að svara þessum spurningum er leitast eftir því að útskýra hugtakið sáttamiðlun. Dæmi eru nefnd um bæði sáttamiðlun og hvenær sáttamiðlun hefði geta verið álitlegur kostur. Álit lögmanna er tekið fyrir og eins álit þeirra sem hafa nýtt sér sáttamiðlun sem úrræði.
  Með vaxandi þunga á dómstólakerfið er sáttamiðlun raunhæfur kostur hér á Íslandi til að leysa ágreining. Kynning á sáttamiðlun er nauðsynleg eigi að myndast hér sáttamenning á Íslandi. Hvetja þarf bæði aðila og lögmenn til að nýta sér sáttamiðlun sem úrræði og sýna fram á þá kosti sem sáttamiðlun hefur að geyma. Í stað þess að þvinga þróun sáttamiðlanna í ákveðna átt þarf að stýra þróuninni í rétta átt með hvatningu og góðri kynningu.

 • Útdráttur er á ensku

  Alternative dispute resolutions, or ADR, are commonly known throughout the world. As a result mediation has been actively used for the last 40 years as an alternative for both civil and criminal procedures.
  The aim of this thesis is to evaluate whether or not mediation is a suitable tool for Icelandic use. Additionally, it seeks to determine why mediation is not chosen by Icelandic parties and lawyers for dispute resolution rather then the costly and arduous judicial system. This thesis asks the question whether or not mediation is a suitable solution in business disputes in Iceland. In addition, it asks the question whether or not it is to the advantage to force mediation by law upon parties in a dispute or if the benefits of mediations will by it self be enough incentive for parties to resort to mediation as an alternative.
  To answer these questions, this thesis seeks to explain the concept of medation as well as its advantages and disadvantages. Examples of mediation are given as well as examples of court cases where mediation could have been a better solution. With increasing weight on the judicial system, mediation is becoming a viable option to dispute resolution. Presentation and education, for both the public as well as lawyers, is essential so that a mediation culture can flourish in Iceland. Instead of forcing the evolution of mediations, one should steer the evolution in the right direction through incentives and education. That way mediation can become an essential part of dispute resolutions in Iceland.

Samþykkt: 
 • 1.12.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6981


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorgils-Thorgilsson_ML-2010.pdf572.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna