is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6983

Titill: 
 • Upplýsingaskyldur stjórna, stjórnenda og endurskoðenda
 • Titill er á ensku Disclosure obligations of boards of directors, management and chartered accountants
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um þær skyldur sem hvíla á stjórnum félaga, stjórnendum og endurskoðendum til að veita upplýsingar til hluthafa og annarra haghafa fyrirtækjanna. Teknar eru saman upplýsingar um almennar skyldur félaga, einkum hlutafélaga, á þessu sviði og þær sértæku reglur sem gilda um einingar tengdar almannahagsmunum og aðrar stofnanir þar sem upplýsingaskyldur eru meiri en almennt gerist. Sérstaklega er skoðuð staða endurskoðenda og skyldur þeirra til að veita upplýsingar meðal annars með samanburði við þagnarskyldur þeirra samkvæmt lögum. Farið er yfir nokkra dóma frá síðustu þremur áratugum þar sem reynt hefur á upplýsingaskyldur stjórnenda og endurskoðenda og þá mynd sem þeir sýna af refsiábyrgð þessara aðila.
  Þá eru skoðaðar breytingar sem orðið hafa á lagasetningu í öðrum löndum einkum í kjölfar efnahagslegra áfalla, en einnig með hliðsjón af áherslubreytingum í kröfum um upplýsingar um rekstur og stöðu félaga. Þeirri spurningu er varpað fram hvort breytinga sé þörf á ákvæðum laga og reglna um upplýsingaskyldur þessara aðila meðal annars í ljósi hruns bankanna og tengdra atburða hér á landi á síðustu misserum.
  Í niðurstöðum kemur fram að hér á landi, líkt og í öðrum löndum þar sem áföll hafa dunið á, hafa þegar verið gerðar breytingar á lögum og fleiri hafa verið boðaðar. Margar þeirra snúa að upplýsingastreymi milli fyrirtækja og hluthafa og milli fyrirtækja og eftirlitsaðila. Engu að síður er það svo að engar reglur geta komið í veg fyrir tjón af völdum sviksemi ef brotavilji stjórnenda er einbeittur. Því er nauðsynlegt að utanaðkomandi kröfur til stjórna, stjórnenda og endurskoðenda, hvort sem er með lagasetningu eða aðhaldi sem birtist í öðrum myndum, beinist ekki síður að siðferðislegri hegðun og samfélagslegri ábyrgð þessara aðila og fyrirtækjanna sem þeir starfa fyrir.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discusses the obligations of boards of directors, management and chartered accountants to provide information to shareholders and other stakeholders of the corporations. The general obligations of organizations, mainly limited liability companies, in this area are summarized as well as the specific rules applicable to public interest entities and other organizations where additional disclosure requirements apply. The position of chartered accountants is discussed separately and their obligation to provide information is compared to their legal duty of confidentiality. Some court cases from the last three decades are explored with reference to disclosure obligations of directors and chartered accountants and their criminal liability.
  The development of legal requirements in other countries is discussed with special reference to changes made following economic blows, but also in the light of changing emphases in the demands for information on companies’ performance and position. The question is raised whether there is a need for changes in the requirements of laws and regulations for disclosures by boards, management and chartered accountants, amongst other things in light of the fall of the Icelandic banks and related events in the Icelandic economy during the last eighteen months.
  The conclusion is that, similar to what has happened in other countries, changes have already been made to Icelandic laws and others are pending. Many of these changes concern the flow of information between companies and shareholders and between companies and supervisory bodies. No rules or regulations will, however, prevent losses from fraud caused by unethical behavior in the highest degree. It is therefore essential that outside demands on boards of directors, management and chartered accountants, whether imposed by law or other forms of restraint, be aimed at the ethical behavior and social responsibility of the individuals and their respective companies.

Samþykkt: 
 • 1.12.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Simon-A-Gunnarsson_ML-2010pdf.pdf695.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna