Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6988
Viðfangsefni ritgerðarinnar er gjaldfellingarákvæði sem er algengt í flestum stórum fjármálasamningum, eða „Material Adverse Change clause“ skammstafað MAC. Þetta er ákvæði sem lánveitendur leggja mikla áherslu á að sé í samningunum í þeirri trú að það „grípi“ vanefndir lántaka sem önnur vanefndarákvæði í samningnum ná ekki yfir, eða einskonar „nær öllu“-ákvæði eins og það hefur verið nefnt. Með því að „ná“ viðkomandi vanefnd á lánveitandinn þann valkost að virkja MAC-ákvæðið og gjaldfella lánið eða samninginn. En grundvallarspurningin er: Virkar þetta?
Að nokkru mun ritgerðin horfa til MAC-ákvæða í LMA-stöðluðum lánasamningum en allir samningar sem innihalda MAC-ákvæði eru til umfjöllunar, þar með taldir samruna- og yfirtökusamningar (M&A). Skoðaðar verða nokkrar skilgreiningar á MAC og dæmigerðum ákvæðum, hvernig ákvæðið er samið, hvernig það er virkjað og hvernig nýleg fjármálakreppa hefur haft áhrif á ákvæðið. Var það almennt virkjað í kreppunni og ef svo var, endaði það fyrir dómstólum og hver var útkoman?
Annað markmið ritgerðarinnar var að finna út hvort hefðbundið MAC-ákvæði væri í lánasamningum sem íslensku bankarnir og stórfyrirtæki eru með á sínum lánum. Hvernig fór ákvæðið inn í samninginn og hvernig voru samningaviðræðurnar með tilliti til þeirra? Og ekki síst, virkjuðu lánveitendur MAC-ákvæðin í fjármálakreppunni á Íslandi á síðustu tveimur árum og hvernig var ferillinn?
Að lokum safnar höfundur saman lista yfir ýmsar ábendingar varðandi framtíð MAC- ákvæða í fjármálasamningum. En megin niðurstaðan er að hið dæmigerða MAC- ákvæði veitir ekki þá vörn sem lánveitendur telja að það veiti.
The subject of this thesis is the default clause which is common in most large financial agreements, the Material Adverse Change clause (MAC). It is a clause that lenders generally insist on including in the loan agreements believing that it will catch defaults of the borrower which are missed by all the other default provisions in the agreement, or „catch all“ clause as it has been called. By catching the default the lender has the option to activate the MAC clause and accelerate the loan or the agreement. But the fundamental question is; is it working?
The thesis will to some extent concentrate on MACs in LMA standard loan agreements but all larger agreements containing MAC clauses are under research including merger and acqusition agreements (M&A). In the process some definitions and typical samples of MAC clauses are looked at, how are they drafted, how are they activated and how has the recent financial crises affected the clause. Was it invoked all over during the crisis and if so, was it challenged in court and what was the outcome?
Another aim of the thesis was to find out if the typical MAC clause is used in loan facilities which Icelandic banks and corporations have taken. How did it get into the facilities and how was the negotiation process in regards to them? And not least, did lenders invoke the MAC clause during the financial crisis in Iceland in the last two years and what was the process?
Finally, based on the subject covered the author collects and lists some recommendations regarding the future of MAC clauses in financial facilities. But the basic conclusion is that the typical MAC clause as such does not fulfil the security function the lenders believe it does.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thorsteinn-Frimann-Sigurdsson_ML-2010.pdf | 835.71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |