en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6992

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrifaþættir í innleiðingu stefnu
Submitted: 
 • December 2010
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Að móta og innleiða stefnu (e. strategy) er að mati fræðimanna og stjórnenda fyrirtækja mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja. Stefnumiðuð stjórnun (e. strategic management), sem er mótun og innleiðing stefnu, er ekki ný af nálinni. Fyrirbærið hefur verið órofa hluti af hernaðarsögu mannkynsins í þúsundir ára. Í dag eru margir fræðiskólar og mismunandi sjónarhorn á hvað teljist farsæl leið í stefnumiðaðri stjórnun.
  Þrátt fyrir langa sögu og þá staðreynd að um auðugan garð er að gresja varðandi kenningar, um það hvernig sé best að standa að stefnumótun, þá hefur innleiðing stefnu reynst mun erfiðari en mótun hennar. Ýmsir árangursþættir eru nefndir til sögunnar sem eiga að auðvelda stefnumótun, eins og t.d. bætt upplýsingagjöf og breytt skipulag sem tekur mið af stefnunni.
  Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða og rannsaka helstu lykilárangursþætti í innleiðingu stefnumótunar til þess að svara spurningunni: Hvaða áhrifaþættir umfram aðra eru líklegir til að stuðla að farsælli innleiðingu á stefnu?
  Við mat höfundar á lykilárangursþáttum í innleiðingu stefnumótunar framkvæmdi höfundur rannsókn byggða á rannsóknum Neilson, Martin og Powers, en þau birtu niðurstöður sínar í Harvard Business Review árið 2008. Helstu niðurstöður þeirra voru að þættir tengdir miðlun upplýsinga og ábyrgð á ákvarðanatöku voru lykilþættir í innleiðingu stefnu á meðal þeirra 250 fyrirtækja sem þau framkvæmdu rannsóknina hjá. Einnig skipta þættir eins og umbun og hvatning máli í því samhengi, sem og skipulagslegir þættir, en í minni mæli þó. Rannsókn höfundar leiddi það í ljós að sömu þættir ættu einnig við að mestu meðal fyrirtækja hér á landi í tengslum við mikilvægustu áhrifaþættina. Í stuttu máli var meginniðurstaðan sú, að til koma ákvörðunum tengdum stefnu og rekstri í framkvæmd, þá þarf að skilgreina vel ábyrgð starfsmanna er lýtur að ákvarðanatöku og verkefnum. Einnig þarf gagnkvæm endurgjöf og upplýsingamiðlun að eiga sér stað á milli starfsmanna, yfirmanna jafnt sem almennra starfsmanna, og deilda.

Accepted: 
 • Dec 6, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6992


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS ritgerð Arnar Hreinsson _áhrifaþættir í innleiðingu stefnumótunar.pdf2.19 MBOpenHeildartextiPDFView/Open