is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7011

Titill: 
  • Rannsókn á áhættuþáttum og horfum sjúklinga með Clostridium difficile sýkingar
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið: Að leggja mat á áhættuþætti þeirra sem fá CDAD (Clostridium difficile tengdur sjúkdómur, e. Clostridium difficile associated disease) hér á landi og athuga hvernig þeim reiðir af í framhaldinu.
    Inngangur: Clostridium difficile (CD) er aðalorsakavaldur niðurgangssýkinga sem ganga á sjúkrahúsum í hinum vestræna heimi, sérstaklega á meðal eldra fólks og fer nýgengi hennar vaxandi. Nýleg sýklalyfjanotkun er aðaláhættuþátturinn þar sem meinvirkir stofnar CD geta vaxið eftir að normalflórunni í ristlinum hefur verið raskað. Sýkingin virðist einnig í sumum tilfellum tengjast notkun magasýruhemjandi lyfja. Hluti sjúklinga sýkjast þó óháð heilbrigðisþjónustu.
    Aðferðir. Sjúklingar sem greindust með jákvætt próf fyrir CD-toxínum A og B í saursýni á þriggja mánaða tímabili (júlí-september 2010) voru beðnir um að svara spurningalista um einkenni og meðferð sýkingar, lyfjasögu og nýleg inngrip. Þeim var svo fylgt eftir í fjórar vikur frá greiningu sýnis. Fyrir hvert tilfelli voru valin tvö viðmið með neikvætt eiturefnapróf af sama kyni og á sama aldri með fimm ára skekkjumörkum. Alls tóku 39 sjúklingar með jákvætt sýni þátt í rannsókninni. Viðmið voru 78 og því 117 sjúklingar í heildina
    Niðurstöður: Af 39 sjúklingum voru 25 konur og 14 karlar. Meðalaldurinn var 68,3±16,3 ár. Alls tóku 29 (74,4%) tilfelli sýklalyf á móti 41 viðmiði (52,6%) síðastliðnar sex vikur (p=0,028). Mestur munur var á notkun pensillína, cefalósporína og klindamýcíns. Prótónpumpuhemla tóku 24 (61,5%) tilfelli á móti 38 (48,7%) viðmiðum (ekki marktækt). Marktækt fleiri tilfelli en viðmið höfðu tekið lifandi gerla sex vikum fyrir sýkingu eða 11 (28,2%) á móti átta (10,3%) (p=0,018). Alls hlutu 22 að því er virðist varanlegan bata eftir fyrstu sýkingu, níu fengu bakslag eða endurtekna sýkingu, sjö hlutu ekki bata eftir fyrstu lyfjameðferð, tveir létust innan fjögurra vikna frá greiningu, einn tapaðist við eftirfylgni. Enginn þurfti að fara í ristilnám.
    Ályktanir: Nýleg sýklalyfjanotkun er stærsti áhættuþátturinn fyrir CDAD þar sem pensillín, cefalósporín og klindamýcín hafa mest að segja. Horfur sjúklinga á Íslandi eru svipaðar og hefur verið lýst annars staðar.

Samþykkt: 
  • 13.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð(4).pdf3.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna