is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7029

Titill: 
  • Réttarstaða ábyrgðarmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hér á landi árið 1994 hefur athygli stjórnvalda og almennings beinst í auknum mæli að neytendavernd. Löggjöf á því sviði hérlendis var fram að því fremur bágborin.
    Reglur um ábyrgðarmenn og skuldbindingar þeirra eða hið svokallaða „ábyrgðarmannakerfi“ hefur verið mikið áhorfsmál hérlendis undanfarna áratugi en á vormánuðum árið 2009 tóku lög um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 gildi. Fram að þeim tíma hafði lagareglum um notkun ábyrgða eða hvernig að slíkri samningagerð skyldi standa ekki verið til að dreifa í íslenskri löggjöf. Lagalegt „tómarúm“ í þessum efnum leiddi til þess að þann 27. janúar árið 1998 var undirritað samkomulag um notkun sjálfskuldarábyrgða.
    Fram að þeim tíma höfðu bankar og fjármálastofnanir allfrjálsar hendur um mótun verklagsreglna þar að lútandi. Að samkomulaginu stóðu fjármálastofnanir, stjórnvöld og samtök neytenda. Með samkomulaginu var stefnt að því að draga úr vægi sjálfskuldarábyrgða og miða lánveitingar við greiðslugetu greiðanda og eigin tryggingar hans. Þá var ætlunin að vernda ábyrgðarmenn í þeim tilvikum sem sjálfskuldarábyrgð var sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu. Samkomulag þetta var endurskoðað og undirritað að nýju þann 1. nóvember árið 2001 þar sem skerpt var á verklagsreglum til verndar ábyrgðarmönnum.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um aðdraganda að setningu laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Lögð verður áhersla á umfjöllun um áhrif samkomulaga frá 1998 og 2001 og leitast við að varpa ljósi á réttarstöðu ábyrgðarmanna í framkvæmd á grundvelli þeirra. Í lokin verður stutt grein gerð fyrir lögum um ábyrgðarmenn, að hvaða leyti þau koma ábyrgðarmönnum til aukinnar verndar frá gildistíð samkomulaganna og hugleiðingar höfundar um einstök ákvæði.

Samþykkt: 
  • 14.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rettarstada abyrgdarmanna_Alma Thorarensen.pdf302.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna