is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7033

Titill: 
  • Flokkar eða frambjóðendur? Hver eru áhrif þess að leyfa kjósendum í auknum mæli að koma að vali á frambjóðendum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megintilgangur þessarar ritgerðar er að kanna hvaða áhrif það hefur að kjósendur komi í auknum mæli að vali frambjóðenda stjórnmálaflokkanna og hvort það hafi áhrif á samloðun innan flokkanna sjálfra og þar með á þingræðið. Prófkjörin hafa verið milli tannanna á fólki á Íslandi og þá sérstaklega vegna gríðarlegs auglýsingakostnaðar frambjóðenda. Menn hafa velt því fyrir sér hvort heppilegra væri að leita annarra leiða við val á frambjóðendum sem leyfa kjósendum samt sem áður aðkomu að ferlinu. Prófkjörin virðast þó ekki hafa haft teljandi áhrif á samloðun innan flokkanna á Íslandi og þingræðið stendur ennþá sterkum fótum. Í Ísrael voru prófkjörin lögð niður eftir stutta og vonda reynslu þar í landi þar sem allir helstu ókostir prófkjara komu í ljós. Menn hafa velt því fyrir sér hvort persónukjör sé heppilegri leið við val á frambjóðendum hér á landi. Á Írlandi byggir persónukjörið á langri hefð og virðist það vera fast í sessi þar. Í Finnlandi er persónukjörið mjög frambjóðendamiðað og persónuleiki frambjóðenda virðist skipta þar miklu máli. Svíar tóku persónukjörið upp eftir langa umhugsun en það hefur ekki skilað þeim árangri sem við var búist. Aukin áhrif kjósenda við val á frambjóðendum grafa að mörgu leyti undan stjórnmálaflokkunum og getur þar með ógnað þingræðinu. Sterkir stjórnmálaflokkar eru grundvöllur þess lýðræðisþjóðfélags sem við búum við.

Samþykkt: 
  • 14.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð 210182-5789.pdf663.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna