Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7039
Ritgerð þessi fjallar um 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, hér eftir hgl. En þar er að finna fjársvikaákvæði auðgunarbrotakaflans. Leitast verður við að gera grein fyrir helstu einkennum fjársvika, sem og annarra auðgunarbrota.
Fjármunabrot eru brot þar sem verndarhagsmunirnir lúta að hvers konar fjárverðmæti. Undir fjármunabrot er flokkur rýmri hagnaðarbrota og undir þann flokk falla auðgunarbrotin.
Auðgunarbrot eru öll þau brot sem er að finna í XXVI. kafla hegningarlaganna. Nokkurs konar lögformleg flokkun á auðgunarbrotum er að undir það hugtak falla öll ákvæði þess kafla.
Leitast verður við að gefa góða mynd af auðgunarbrotum og í því skyni verður fjallað um einkenni auðgunarbrota. Við þá umfjöllun verður stuðst við að flokka þau einkenni í almenn og sérstök flokkunareinkenni. Til almennrar flokkunareinkenna telst það sem auðgunarbrotin eiga öll sameiginleg. Fjallað verður sérstaklega um auðgunarásetning, saknæmisskilyrði auðgunarbrotanna, fjárhagslegt gildi andlags og fullframningarstig þeirra sem tjónsbrota. Með sérstöku flokkunareinkennum auðgunarbrotanna er leitast við að flokka þau eftir einkennum í mismunandi flokka. Ekki er alltaf samræmi í því hvaða brot flokkast saman. Í þeirri umfjöllun er fjallað um einhliða- og tvíhliða brot, mismunandi víðtækt andlag auðgunarbrota, um hvernig vörslustofnun auðgunarbrota til kemur og flokkun brota eftir verknaðaraðferðum sem beitt er við framkvæmd þeirra.
Loks verður fjallað um 247. og 249. gr. hgl. Fjárdráttar- og umboðssvikaákvæðunum verður gerð skil í upphafi 4. kafla. Notast verður við flokkunaraðferðir sem fjallað er um í 3. kafla í þeirri umfjöllun. Í lok 4. kafla verða fjársvika- fjárdráttar og umboðssvikaákvæði hegningarlaganna borin saman og reynt að draga upp þá mynd hvernig reynt getur á þýðingu þess að greina á milli brotanna í framkvæmd.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
um.fjarsvik.gudrun.sturludottir.pdf | 217.73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |