Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7043
Í ritsmíð þessari verður leitast við að kanna hvaða vægi umræður á Alþingi hafa sem lögskýringargagn við túlkun lagaákvæða í réttarframkvæmd. Fyrst verður fjallað í grófum dráttum um hugtakið lögskýringargögn, tegundir þeirra og breytilegt vægi, auk þess sem könnuð verða rök fræðimanna með og á móti notkun umræðna á Alþingi við túlkun lagaákvæða. Þá verður fjallað almennt um þingskapalög og einstakar tegundir umræðna. Í 5. kafla verður skýrt frá meginefni ritgerðarinnar og dæmi tekin úr réttarframkvæmd til að gera glögga grein fyrir ýmsum atriðum. Loks verður fjallað um niðurstöðu höfundar og leitast við að draga ályktanir af réttarframkvæmd um vægi umræðna á Alþingi við túlkun lagaákvæða.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerd.pdf | 478.46 kB | Open | Heildartexti | View/Open |