is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7053

Titill: 
 • Transport and decomposition of allochthonous litter in Icelandic headwater streams: Effects of forest cover
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  The present study was a part of a larger research project entitled ForStreams. Changes in catchment vegetation can have large impacts on stream ecosystems, especially through
  transport of terrestrial organic matter into them. The objectives of the present study were to compare non-forested and forested catchments in Iceland in terms of litter transport
  into streams and litter decomposition within them. This was the first study made in Iceland on the terrestrial-aquatic interactions in forested ecosystems. The main study consisted of nine run-off fed headwater streams in Fljótsdalshérað
  in eastern Iceland (N 65°01’–N 65°10’ and W 14°28’–W 14°48’). The streams either ran through treeless heathlands, birch forests (Betula pubescens Ehrh.) or conifer plantations (mainly Larix sibirica Ledeb.). The transport of terrestrial organic matter was measured with litter traps inserted into the stream banks. Decomposition of litter was measured with the litter bag method, using fine and coarse mesh litter bags to evaluate the effects on
  microorganism and invertebrate activity in the decomposition processes. The invertebrate fauna found within the coarse bags was also studied. Litter transport into the birch and conifer forest streams was 30–33 times higher than into the heathland streams. Hence, the litter transport increased the amount of energy available in the forest streams. Decomposition rate of birch leaves, larch needles and grass litter was 0.0033, 0.0040 and 0.0044g g-1 DM day-1, respectively. This was low
  compared to measured decomposition rates in comparable studies elsewhere. Grass litter had the fastest decomposition rate in the forested streams, whereas there was no difference in decomposition rate of different litter types in the heathland streams. The decomposition rate was positively correlated with the concentration of phosphorous in the water across all catchment types. It was also negatively correlated with the number of Plecoptera (shredders) found in the litter bags. This could indicate a different feeding activity of the group in Iceland and needs to be studied further. The number of taxonomic groups found in the litter bags was higher in birch than in conifer forest streams. There was no difference in the number of invertebrates found in the litter bags in different catchment types; on average 247 individuals per litter bag. The largest functional feeding groups in the litter bags were gathering collectors (44–57%) and scraping collectors (36–43%), but shredders were only 3–4% of the total number. There was no difference in the decomposition rate of litter within fine and coarse mesh bags, which was probably linked to lack of shredders in the streams. This indicated that invertebrates did not play a significant role in the decomposition process in the run-off
  streams, which is different from what has generally been found in forest streams elsewhere. An additional study was done on eight spring-fed headwater streams located near Mt. Hekla in southern Iceland (N 63°57’–N 64°00’ and W 19°53’–W 19°59’). There the
  streams ran either through birch forests or sparsely-vegetated eroded areas. There the decomposition rate of birch litter was higher in the coarse mesh litter bags than in the runoff
  fed streams in eastern Iceland. This shows how important it is to include different stream types when terrestrial-aquatic interactions are studied. In southern Iceland, the decomposition rate was also higher in the coarse mesh bags than in the fine mesh bags, which indicated a more important role of invertebrates in the decomposition process in the spring-fed streams. The decomposition rate in fine mesh bags did, however, not differ
  between southern and eastern Iceland which indicated that microbial decomposition was
  similar in the two stream types.

 • Verulegar breytingar hafa orðið á gróðri á Íslandi á sögulegum tíma og svo á síðustu áratugum með aukinni landgræðslu og skógrækt. Í þessari rannsókn voru áhrif landrænna
  gróðurfars-breytinga á vistkerfi straumvatna skoðuð og leitað svara við því hvaða áhrif endurheimt birkiskóga og skógrækt með barrtrjám hefur á flutning lífræns efnis í læki og á niðurbrot efnisins í þeim. Þessi rannsókn var hluti af verkefninu SkógVatn, sem er fyrsta rannsóknin á Íslandi á tengslum skóga og straumvatns. Meginhluti rannsóknarinnar var gerður á níu vatnasviðum með dragalækjum á Austurlandi (Fljótsdalshéraði) þar sem valin voru þrjú skóglaus vatnasvið með rýru mólendi, þrjú vaxin birkiskógum og þrjú vaxin miðaldra barrskógum. Flutningur sinu, laufs og barrs út í lækina var mældur með laufgildrum sem grafnar voru niður í lækjarbakkana. Hraði niðurbrots í lækjunum var metinn með fínum og grófum niðurbrotspokum. Mismunandi möskvastærðir pokanna gerðu kleift að greina mikilvægi örvera og hryggleysingja við niðurbrotið. Fjöldi og samsetning hryggleysingja sem fundust í grófum pokum var ákvarðaður með talningu og greiningu í hópa undir víðsjá. Um 30–33 sinnum meira magn lífræns efnis barst út í læki sem runnu um birkiskóga (36,4 g m-1) og barrskóga (40,2g m-1) miðað við læki sem runnu um mólendi (1,2 g m-1). Niðurbrotshraði birkilaufs, lerkinála og sinu var 0.0033–0.0044 g á hvert g þurrvigtar á dag. Almennt var þetta hægur niðurbrotshraði miðað við það sem fundist
  hefur í löndum sem við getum borið okkur saman við. Enginn munur var á niðurbrotshraða laufs, barrs eða sinu í fínum og grófum niðurbrotspokum sem bendir til þess að niðurbrot í dragalækjum sé nánast eingöngu knúið áfram af örverum, ekki smádýrum eins og þekkist í öðrum löndum. Jákvætt samband var á milli iðurbrotshraða
  og magns fosfórs (P) í vatni allra lækjanna á Austurlandi. Neikvætt samband fannst hinsvegar við fjölda steinflugnagyðla (Plecoptera) sem teljast til tætara (þ.e. lífvera sem nærast beint á dauðu lífrænu efni). Þetta kom á óvart þar sem vel er þekkt að tætarar auka almennt niðurbrotshraða og væri því ástæða til frekari rannsókna á fæðuvenjum steinflugna. Ekki var munur á fjölda smádýra sem fundust í grófum niðurbrotspokum í dragalækjum mismunandi gróðurlenda, en marktækt fleiri tegundahópar smádýra voru í birkiskógarlækjum en í barrskógarlækjum. Stærstur hluti smádýranna í niðurbrotspokunum tilheyrði síurum (36–43%) eða skröpurum (44–57%), en aðeins 3–4% tilheyrðu hópi tætara.
  Önnur rannsókn var gerð á átta vatnasviðum lindarlækja á Suðurlandi, í nágrenni Heklu. Fjögur þeirra voru vaxin birkiskógi en fjögur voru skóglausir, uppblásnir melar. Þar var niðurbrotshraði í gróum pokum marktækt hærri en á Austurlandi. Hins vegar var hraði örveruknúins niðurbrots ekki marktækt frábrugðinn milli landshluta. Smádýr virðast
  því þjóna mikilvægu hlutverki í niðurbroti lífræns efnis í lindarlækjum á Suðurlandi og þau því á þann hátt líkari lækjavistkerfum nágrannalandanna. Rannsóknin sýndi fram á ýmsa þætti í niðurbrotsferli lífræns efnis í íslenskum skógarlækjum sem voru frábrugðnir því sem fundist hefur í öðrum löndum. Þær óvæntu niðurstöður sýna hversu varasamt það er að heimfæra erlendar niðurstöður beint upp á íslensk vistkerfi án frekari rannsókna. Það er því mikilvægt að rannsaka frekar hvernig
  breytingar á landnotkun, s.s. skógrækt, hefur áhrif á lífríki og efnafræði straumvatna.

Samþykkt: 
 • 16.12.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
13136_Stefansdottir_2010_MScThesis.pdf3.4 MBOpinnPDFSkoða/Opna