Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7069
Við sameiningu þriggja stofnana árið 2004 var Landbúnaðarháskóli Íslands stofnaður. Skólinn hóf stefnumótun í umhverfismálum og var umhverfisstefna samþykkt af háskólaráði LbhÍ 7. Maí 2007. Markmið þessa verkefnis er að skoða umhverfisstefnu Landbúnaðarháskóla Íslands, uppruna, stöðu hennar í dag og hugsanlega hvort einhverra úrbóta er þörf. Tekin voru viðtöl við starfsmenn skólans og sendur var út spurningalisti til nemenda, auk þess sem stuðst var við gögn frá umhverfisstjórnunarstarfi LbhÍ. Fjallað er almennt um umhverfisstjórnun og umhverfisstjórnunarkerfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc_elingud_umhverfisstefna_lokautg.pdf | 612.6 kB | Opinn | Skoða/Opna |