Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7071
Áburði er dreift á tún til að grösin fái næga næringu og svo hámarka megi uppskeru þeirra og gæði. Hér á landi hefur það tíðkast að dreifa búfjáráburði að hluta til á haust- og vetrarmánuðum og tilraunir hafa sýnt fram á að haustáburður á tún getur nýst plöntum að einhverju leyti til sprettu sumarið eftir.
Tilraun með mismunandi áburðartíma var gerð á Korpu á árunum 2006 – 2009. Markmið tilraunarinnar var að komast að því hvort munur væri á uppskeru þurrefnis og upptöku niturs við mismunandi áburðartíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerd_RM.pdf | 351.45 kB | Opinn | Skoða/Opna |