is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7074

Titill: 
  • Aðlögun fyrsta kálfs kvígna að mjaltaþjóni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknin gekk út á að kanna þann vinnuþátt á kúabúum með mjaltaþjóna, sem snýr að tamningu fyrsta kálfs kvígna og aðlögun þeirra að mjaltaþjóninum. Reynt var að gera grein fyrir þeim þáttum sem mögulega geta haft áhrif á tamningartímann. Markmið rannsóknarinnar var að reyna að fá svör við því hvort að erfðaþættir hefðu áhrif á tamningu kvígnanna, hversu lengi þær væru að temjast og hversu þjálar í tamningu þær væru. Efniviður rannsóknarinnar voru upplýsingar um einstaka gripi sem og aðstaða og meðferð gripa á hverju búi. Spurningalistar voru sendir út á rafrænu formi til úrtaks bænda á þeim búum þar sem mjaltaþjónar hafa verið í notkun í nokkurn tíma. Þessir spurningalistar voru unnir upp úr grunni gagna úr skýrsluhaldskerfinu Huppa.is. einnig voru fengnar ýmsar upplýsingar um þá gripi sem rannsóknin náði til úr skýrsluhaldskerfinu.

Samþykkt: 
  • 20.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðlögun fyrsta kálfs kvígna að mjaltaþjóni.pdf663.14 kBOpinnPDFSkoða/Opna