en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/708

Title: 
  • is Viðhorf nemenda til náms : höfuðborgin og landsbyggðin : samanburðarrannsókn á viðhorfum nemenda í 9. bekk í tveimur skólum
Abstract: 
  • is

    Rannsóknin var gerð til að meta hvort munur væri á viðhorfi nemenda til náms eftir búsetu þeirra. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 86 nemendur í 9. bekk í grunnskólum á Ísafirði og í Kópavogi. Rannsóknin var framkvæmd með fyrirlagningu spurningalista. Staðhæfingar, sem meta áttu atriði er tengdust viðhorfi nemenda til náms, voru þáttagreindar. Þáttagreiningin skilaði fimm þáttum, þættirnir voru; metnaður, værukær, innri áhugahvöt, ytri áhugahvöt og sjálfsmynd. Helstu niðurstöður voru þær að ekki var marktækur munur á milli þátttakenda eftir búsetu þeirra í flestum þeirra þátta sem athugaðir voru. Þó mældist marktækur munur á metnaði nemenda, en nemendur í Kópavogi höfðu meiri metnað til náms en nemendur á Ísafirði. Draga má þá ályktun út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að búseta hafi ekki lykiláhrif á viðhorf nemenda til náms.

Accepted: 
  • Aug 29, 2007
URI: 
  • is http://hdl.handle.net/1946/708


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Greinargerð.pdf1.38 MBOpenGreinargerðPDF
Fylgiskjöl.pdf186.71 kBOpenFylgiskjölPDF
Fylgiskjöl2.pdf51.74 kBOpenFylgiskjölPDF