is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/709

Titill: 
 • Tveir fyrir einn : aðstæður tvíburamæðra og móttökur samfélagsins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Reynsla konu sem gengur með og fæðir tvíbura er afar sérstök. Fyrst allar líkamlegu breytingarnar á meðgöngunni og síðan hin sérstaka reynsla að annast allt í einu tvö börn.... en ekki eitt!
  Hér á landi er starfandi félag tvíburaforeldra, Tvíburafélagið. Upphaf þess og þróun endurspeglast vel í þessari ritgerð. Upphaflega var stofnað til félagsins í þeim tilgangi ad tvíburaforeldrar hefðu tækifæri til að hittast og deila reynslu sinni af tvíburunum sínum, meðgöngu þeirra, fæðingu, þroska og daglegri gleði og sorgum. Þannig varð það líka í byrjun en fljótlega kom í ljós að tilvera tvíbura og foreldra þeirra markast ekki nema að einu leyti af þeim einum. Foreldrunum varð ekki síður tíðrætt um þá margvíslegu ytri hluti og aðstæður sem setja mark sitt á tilveru tvíbura og foreldra þeirra. Eins og allir sem takast á við flókin viðfangsefni mannlífs fundu félagarnir þannig enn skýrar en áður hvernig samfélagið á margvíslegan hátt er að verki í lífi einstaklinganna.
  Þessi ritgerð er ekki um Tvíburafélagið sem slíkt en í henni eru raktar fjölbreytilegar upplýsingar af högum félaganna, lífsbaráttu og þeim viðtökum sem tvö börn í einu fá í samfélaginu, hjá hinu opinbera en sérstaklega er rakin reynsla mæðranna af viðbrögðum sinna nánustu, fjölskyldu, ættingja og vina.
  Ritgerðin er byggð á könnun meðal mæðra tvíbura í Tvíburafélaginu og margvíslegum upplýsingum úr íslenskum og erlendum rannsóknum, tímaritsgreinum, eigin reynslu höfundar af því að fæða og ala upp tvíbura og ýmiss konar vitnisburði öðrum. Henni er ætlað að veita innsýn inn í þær sérstöku einstaklingsbundnu og félagslegu aðstæður sem fæðing tvíbura skapar og verða vonandi öllum aðilum þessa einstaka atburðar, hvatning og hjálp til að skilja betur þýðingu hans og bregðast við á samsvarandi hátt.

Samþykkt: 
 • 29.8.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf591.15 kBLokaðurHeildarskjalPDF