is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7095

Titill: 
 • Þróun skipulags í Hveragerði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefnið fjallar um þróun skipulags í Hveragerði. Markmiðið var að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á bænum frá upphafi. Reynt var að varpa ljósi á það hvernig og
  hvers vegna byggðin þróaðist í þá átt sem hún gerði. Byrjað var á því að skoða byggðasögu bæjarins. Með því að skoða náttúrufarslegar forsendur sást hvort staðsetning bæjarins hafði
  áhrif á það hvernig hann mótaðist, þ.e. innra skipulag. Uppbygging þéttbýlisins var flokkuð og greind. Stuðst var við gamla uppdrætti og loftmyndir allt til dagsins í dag. Kenningar
  Conzens í borgarformfræði voru skoðaðar og leitast var við að heimfæra þær yfir á Hveragerði, en útbúin voru kort til greiningar. Niðurstöðurnar sýndu að skipulagið á svæðinu
  hefur að einhverju leyti ráðist af náttúrufarslegum aðstæðum. Í Hveragerði er fallegt landslag,fjölbreytt gróðurfar og margbrotin jarðfræði sem sett hefur svip sinn á bæinn en jarðhiti og sprungur í jörðu hafa takmarkað byggð á sumum svæðum. Staðsetning byggðarinnar mótaðist fyrst og fremst af jarðhitasvæðinu, Suðurlandsveginum og nálægð við Reykjavíkursvæðið. Elsti hluti byggðar er fyrir miðju bæjarins. Þar eru lóðir mjög stórar og djúpar en í yngri hluta byggðarinnar eru þær minni. Upphaflega mótaðist byggðin af garðyrkjunni og miðaðist fyrsta skipulagið við hana. Íbúðahúsahverfin byggðust sitthvoru megin við elsta hluta bæjarins. Fyrst og fremst voru þetta einnar hæðar einbýlishús og síðar parhús og raðhús. Þessi hverfi hafa enga sjáanlega sérstöðu umfram aðrar íbúðahúsabyggðir í öðrum bæjum.

Samþykkt: 
 • 20.12.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Berglind Sigurdardottir.pdf28.8 MBOpinnPDFSkoða/Opna