is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7100

Titill: 
  • Lækningajurtagarður. Sögulegt ágrip og hönnunartillaga í Nesi á Seltjarnarnesi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu verkefni var að gera hönnunartillögu að lækningajurtagarði í Nesi á Seltjarnarnesi. Til að ná því markmiði var í upphafi lögð fram greinargerð með
    tilvitnunum í heimildir varðandi lækningajurtagarða, tilvist þeirra, sögu og stöðu í nútímasamfélagi. Velt var upp merkingu orðsins garður, upphafi garðmenninar á Íslandi og þróun jurtagarðsins í íslensku samfélagi, með áherslu á efnisnotkun og
    umgjörð. Staðhættir í Nesi voru kannaðir, starfsemin, gróðurfar, veðurfar, örnefni,sagan, fornleifar, náttúruvernd, útivist og útsýni. Við staðháttagreininguna var andi staðarins einnig dreginn fram og SWOT-greiningu beitt. Í kjölfar greinargerðar og greiningarvinnu var hönnunartillaga að lækningajurtagarði sett fram, þar sem meginmarkmiðið var að gera fræðslu um lækningajurtir og notkun þeirra á Íslandi aðgengilega.

Samþykkt: 
  • 20.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_SigridurDuna_V2010_allt.pdf7.56 MBOpinnPDFSkoða/Opna