Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7103
Í þessu verkefni er nýting geita á Íslandi fyrr og nú könnuð og komið fram með hugmyndir að frekari nýtingu. Heimildaöflun var stór hluti verkefnisins þar sem nýting geita á Íslandi var skoðuð sem og nýting þeirra erlendis. Leitað var til geitabænda
og annarra sem vinna með geitur eða geitaafurðir og veittu þessir aðilar viðtal í gegnum síma eða tölvupóst. Í ljós kom að íslenskar geitur hafa alltaf verið lítið nýttar og heimildir um
nýtingu þeirra eru vandfundnar. Þeir aðilar sem rætt var við voru hins vegar sammála um að möguleikar á nýtingu eru gríðarmiklir og þeir bændur sem nýta geitaafurðir anna ekki eftirspurn. Það er því mikilvægt að fjölga í stofninum svo hægt sé að anna eftirspurn, bæta nýtinguna og koma stofninum úr útrýmingarhættu. Að auki þarf að gera rannsóknir á stofninum til að stuðla að markvissari fjölgun og nýtingu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS – ritgerð Lára Hrund Maí 2010.pdf | 1.73 MB | Opinn | Skoða/Opna |