is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/711

Titill: 
 • Börn, hreysti og hreyfifærni : rannsókn á fylgni milli hreyfifærni og hreysti 5-6 ára barna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Gerð var rannsókn á 5 og 6 ára börnum á leikskólanum Víðivöllum og leitast við að svara spurningunni hvort fylgni sé milli hreyfifærni og hreysti 5-6 ára leikskólabarna. Við rannsóknina voru framkvæmd tvö próf, Movement ABC hreyfifærnipróf og hreystipróf. Einnig var spurningalisti lagður fyrir foreldra um íþróttaiðkun barna utan leikskólatíma.
  Þátttakendur voru alls 37 börn, 17 fædd árið 2001 og 20 fædd árið 2002. Öll börnin tóku bæði prófin og var heildareinkunn reiknuð út úr hvoru prófi fyrir hvert barn. Niðurstöðurnar voru notaðar til að svara rannsóknarspurningunni ásamt því að skoða tengsl hreyfifærni og hreystis við ýmsa aðra þætti, s.s fæðingarár, árshluta og íþróttaiðkun barnanna utan leikskólatíma.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að marktæk (p<0,01), frekar há, neiðkvæð fylgni (r = -0,648) er milli hreyfifærniprófsins og hreystiprófsins. Einnig sýna þær að marktæk (p<0,01), há, jákvæð fylgni er milli góðrar/slæmrar hreysti og góðrar/slæmrar hreyfifærni (r = 0,795). Þegar skoðuð er fylgni íþróttaiðkunar barna utan leikskólatíma og einkunnar í hreyfifærniprófi er nánast engin neikvæð fylgni (r = -0,084) sem er ekki marktæk (p = 0,619).
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hreyfifærni sé forsenda og mikilvægur þáttur fyrir hreysti og því mikilvægt fyrir börn að búa yfir góðri hreyfifærni til þess að öðlast gott hreysti. Hins vegar benda þær ekki til þess að íþróttaiðkun utan leikskólatíma sé forsenda góðrar hreyfifærni sem þýðir að aðrir þættir eins og hreyfing barnanna í leikskólanum og frístundir fjölskyldunnar geti verið áhrifaþáttur góðrar hreyfifærni.

Samþykkt: 
 • 30.8.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/711


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf653.61 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf23.94 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Hreystipróf.pdf91.69 kBOpinnHreystiprófPDFSkoða/Opna
Leyfisbréf.pdf45.88 kBOpinnLeyfisbréfPDFSkoða/Opna
Skorblað.pdf52.18 kBOpinnSkorblaðPDFSkoða/Opna
Spurningalisti.pdf49.4 kBOpinnSpurningalistiPDFSkoða/Opna
Útdráttur.pdf46.87 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
Þakkir.pdf36.93 kBOpinnÞakkirPDFSkoða/Opna