is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7117

Titill: 
  • Hreyfing og lífsgæði : er heilsu- og lífsgæðaprófið fullnægjandi til að meta heilsufarslegan árangur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Starfsendurhæfing Austurlands aðstoðar einstaklinga sem misst hafa vinnu um skemmri eða lengri tíma t.d. vegna sjúkdóma, slysa, eða félagslegra aðstæðna, og endurhæfa til vinnu og/eða náms, auka lífsgæði og endurnýja starfsþrek. Markmiðið með þessari lokaritgerð er að skoða aðferðir íþróttafræðings við heilsueflingu innan Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfA). Aðferðir sem hafa verið notaðar eru Heilsu- og lífsgæða prófið (HL) ásamt heilsumælingum sem eru: fitumæling, vigtun, ummálssmæling, BMI og athugun á blóðþrýstingi. Einnig hafa verið gerðar þol- , styrktar- og liðleikamælingar. Rannsókn minni er ætlað að svara spurningunni: Hvernig styður íþróttafræðingur við einstaklinga sem koma inn í StarfA ? Undirspurningar eru tvær: 1) Er heilsu- og lífsgæðaprófið fullnægjandi mælitæki til að meta heilsufarslegan árangur þátttakenda í yfir 18 mánaða endurhæfingu ? 2) Þarf að framkvæma aðrar heilsu- og líkamsmælingar til að meta árangur ? Bornar verða saman niðurstöður úr HL prófinu í byrjun endurhæfingar og í lok 18 mánaða tímabils. Einnig fitumæling, vigtun, ummálsmæling, BMI og athugun á blóðþrýstingi auk þol-, styrktar- og liðleikamælinga. Skoðuð verður fylgni milli þessara prófa. Telja má líklegt að heilsu-og lífsgæðaprófið sé hægt að nota eitt og sér til að meta árangur einstaklinga í endurhæfingu. Heilsu-og lífsgæðaprófið hefur verið notað í rannsóknum til að skoða hvernig manneskjan upplifir gæði lífsins og hvernig heilsan hefur áhrif á það. (1). Guðrún V. Valgeirsdóttir skoðaði holdafar, hreyfingu og heilsutengd lífsgæði eldri aldurshópa og var niðurstaðan sú að íhlutun hafði jákvæð áhrif á heilsutengd lífsgæði (2). Sonja Sif Jóhannsdóttir skoðaði heilsu sjómanna sem var íhlutunarrannsókn á hreyfingu og mataræði. Athyglisverðar jákvæðar breytingar komu einnig fram á heilsutengdum lífsgæðum hjá rannsóknarhópnum (3). Athyglisvert verður að sjá hvort jákvæðar breytingar munu koma fram í niðurstöðum hjá markhóp StarfA.

Samþykkt: 
  • 21.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AudurVala_ritgerð - skrif.pdf554.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna