is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7118

Titill: 
  • Bjargráðahegðun og andleg líðan hjá foreldrum langveikra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna bjargráðahegðun (coping behavior) hjá foreldrum langveikra barna og hvernig bjargráðahegðunin tengist almennri líðan þeirra. Bjargráðahegðun skiptist í þrjá þætti, þrautalausn, tilfinningamiðuð bjargráð og hliðrun. Þrautalausn snýst um að einstaklingur einbeitir sér að viðeigandi lausn í erfiðum aðstæðum þar sem hann beinir athygli beint að vandamálinu. Tilfinningamiðuð bjargráð lúta að því að einstaklingur einblínir á andlega líðan sína þegar hann er í erfiðum aðstæðum. Hliðrun snýst um að einstaklingur beinir athygli sinni að öðrum þáttum en þeim sem tengjast hinum erfiðu aðstæðum. Þeir þættir sem tengjast andlegri líðan fólks eru meðal annars kvíði, þunglyndi og hvernig samskipti fólk á við aðra. Tilgátur þessarar rannsóknar snérust um tengsl bjargráðahegðunar við andlega líðan. Frumbreyturnar voru kyn, aldur og menntun, ásamt þremur þáttum bjargráðahegðunar. Fylgibreyturnar voru þrír þættir andlegrar líðan. Munur var kannaður á þáttum bjargráðahegðunar og andlegri líðan eftir kyni, aldri og menntun. Spurningalistar voru sendir til 300 foreldra hjartveikra- og krabbameinssjúkra barna, þar sem a.m.k. eitt ár var liðið frá greiningu veikinda barnsins. Svarhlutfallið var lágt eða 18,7% og því þarf fyrirvara við túlkun á niðurstöðum. Samkvæmt niðurstöðum var munur á samskiptaleysi milli kynja, konur upplifðu meira samskiptaleysi í erfiðum aðstæðum en karlmenn. Þátttakendur sem höfðu meiri menntun notuðust frekar við þrautalausn en þeir sem höfðu minni menntun. Fylgni fannst þar að auki milli nokkurra þátta sem bendir til þess að bjargráðahegðun tengist andlegri líðan á einhvern hátt. Tilfinningamiðuð bjargráð spáðu fyrir um kvíða og þunglyndi hjá þessum hóp og hliðrun spáði fyrir um samskiptaleysi.

Samþykkt: 
  • 21.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
download.pdf333.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna