is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7120

Titill: 
 • Þjónusta Stígamóta. Mat á þunglyndi, kvíða, streitu og sjálfsvirðingu, fyrir og eftir fjórar heimsóknir
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort þjónusta Stígamóta bæti andlega líðan þolenda kynferðisofbeldis þannig að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu minnki og sjálfsvirðing aukist. Stígamót hafa starfað í rúm 20 ár og í árslok 2009 höfðu 5347 einstaklingar leitað til þeirra vegna kynferðisofbeldis. Meirihluti skjólstæðinga Stígamóta eru konur en karlmenn eru um 10-15% þeirra sem þangað leita. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð og spurningar sem varða birtingarmyndir ofbeldisins og afleiðingar þess lagðar fyrir tvo hópa skjólstæðinga Stígamóta, ásamt kvörðum sem meta einkenni þunglyndis, kvíða og streitu, og sjálfsvirðingu. Hópur 1 samanstóð af þolendum kynferðisofbeldis sem komu í fyrsta viðtal hjá Stígamótum á tímabilinu 1. júlí til 15. október 2010 og hópur 2 samanstóð af þolendum sem komu í viðtal á sama tímabili og höfðu áður komið í fjögur viðtöl eða fleiri. Þátttakendur voru 62, þar af voru fjórir karlmenn. Aldur þátttakenda var á bilinu 16 til 68 ára. Hópar 1 og 2 voru sambærilegir á öllum helstu þáttum hvað varðar aldur, hjúskaparstöðu, atvinnuþátttöku og menntun. Birtingarmynd ofbeldisins var sambærileg nema að því leiti að fleiri í hóp 2 höfðu orðið fyrir nauðgun. Afleiðingar ofbeldisins voru sambærilegar milli hópa varðandi sjálfsvígstilraunir og fíknir, nema hvað marktækt fleiri í hóp 1 áttu ekki við neina fíkn að stríða. Aðrar afleiðingar voru að mestu sambærilegar, þó höfðu fleiri í hóp 2 tilgreint fleiri erfiðleika. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þjónusta Stígamóta bæti andlega líðan þolenda kynferðisofbeldis. Marktækur munur mældist á einkennum þunglyndis, kvíða og streitu á milli hópa en meðaltal einkenna þunglyndis mældist á mörkum miðlungs og alvarlegs þunglyndis hjá hóp 1 en vægt hjá hóp 2. Einkenni kvíða mældust alvarleg hjá hóp 1 en miðlungs hjá hóp 2. Einkenni streitu mældust miðlungs hjá hóp 1 og væg hjá hóp 2. Sjálfsvirðing mældist marktækt hærri hjá hóp 2.
  Lykilorð: kynferðisofbeldi, sifjaspell, nauðganir, afleiðingar kynferðisofbeldis, meðferðarstarf fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of the study was to investigate if the services of the organization Stígamót, improve the mental well-being of victims of sexual violence, so that symptoms of depression, anxiety, and stress decrease, and sense of self-esteem increases. Stígamót has been in operation for over 20 years, and by the end of 2009, 5347 individuals had sought help there after being subjected to sexual violence. A majority of the clients are female, about 10-15% are male. A quantitative research method was used. The participants were two groups of clients who were given a questionnaire with questions regarding the forms and consequences of sexual violence they had suffered, as well as scales that rate depression, anxiety, stress, and self-esteem. Group 1 was comprised of victims of sexual violence who came to their first interview between July 1st and October 15th 2010. Group 2 consisted of victims of sexual violence who came for an interview in the same period, and had come previously four times or more. The participants were 62, four of them male. Age of participants was 16 to 68 years. Groups 1 and 2 were comparable in most respect as regards age, marital status, employment status and education. The forms of violence were comparable, except that the number of victims of rape was higher in group 2. The consequences of the violence were comparable between the two groups with regard to attempted suicides and substance addiction, except that significantly fewer participants in group 1 reported addictions. Other consequences were mostly comparable, but more participants in group 2 reported a higher number of difficulties. The results of the study indicate that the services of Stígamót improve the mental well-being of victims of sexual violence. A significant difference between the groups was measured in symptoms of depression, anxiety, and stress; the average level of depression was on the borderline between moderate and severe in group 1, but mild in group 2. Symptoms of anxiety were also severe in group 1, but moderate in group 2. Symptoms of stress were moderate in group 1, and mild in group 2. Self-esteem was significantly higher in group 2.
  Keywords: sexual violence, incest, rape, counseling for victims of sexual abuse/violence.

Samþykkt: 
 • 22.12.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónusta Stígamóta Skemmueintak.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna