is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7123

Titill: 
 • Samanburður neyslu unglinga á Stuðlum og unglinga innan grunnskólakerfisins og afleiðingar neyslu unglinganna á Stuðlum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið verkefnisins er að skoða mun á neyslu unglinga á Stuðlum og unglinga í grunnskólakerfinu árið 2009. Með neyslu er átt við tóbaksreykingar, notkun á munn- og neftóbaki, áfengisnotkun, hvort unglingar hafi orðið ölvaðir og hvort þeir hafi einhverntíma notað kannabisefni.
  Bornar voru saman kannanir sem lagðar voru fyrir unglingana á Stuðlum annars vegar og unglingana í öllum grunnskólunum landsins hins vegar til að sjá hver munurinn væri milli hópanna. Úrtakið voru allir unglingar í grunnskólunum í áttundu til tíundu bekkjum sem voru 11.430 talsins og allir unglingar sem voru á Stuðlum í sömu aldurshópum sem voru 39 talsins. Stofnunin Rannsóknir og greining útveguðu upplýsingar um neyslu unglinga í grunnskólunum og útveguðu Stuðlar upplýsingar um neyslu unglinga á Stuðlum. Athuguð var þróun hvors hópsins á neyslu milli áranna 2007 og 2009 og að lokum skoðaðar afleiðingar neyslunnar hjá unglingunum á Stuðlum árið 2009 samkvæmt ESPAD rannsókn.
  Unglingar á meðferðarheimilinu Stuðlum voru í mun meiri neyslu en unglingar í grunnskólakerfinu í öllum þeim þáttum sem spurt var um. Enda eru unglingar vistaðir á Stuðlum vegna áhættuhegðunar og því líklegri til að nota áfengi og aðra vímugjafa en unglingarnir í grunnskólunum.
  Lykilorð verkefnisins: unglingar, áhættuhegðun, áfengisneysla, vímuefnaneysla, afbrot, meðferðarstofnun.

Samþykkt: 
 • 22.12.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7123


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Lára MA ritgerd.pdf868.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna