en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7124

Title: 
 • is Byggingar konungsgarðs. Bessastaðir á 17. og 18. öld
 • Buildings of a King's Farm. Bessastaðir in 17th and 18th Century
Submitted: 
 • December 2010
Abstract: 
 • is

  Ritgerðin byggir á rannsókn á byggingarleifum sem fundust við fornleifauppgröft á Bessastöðum á Álftanesi árið 1987. Þá komu m.a. í ljós leifar húsa svonefnds konungsgarðs frá 17. og 18. öld, sem þekkt voru úr ritheimildum og af samtíma teikningum. Í ritgerðinni er greint frá uppgreftinum og helstu niðurstöðum hans, og á því sem hægt er að lesa úr minjunum sjálfum og þær upplýsingar bornar saman við ritheimildir. Þetta er sérlega áhugavert vegna þess að hér var ekki aðeins hægt að fá beinan samanburð á uppgröfnum byggingum við lýsingar og úttektir, heldur voru til málsettar teikningar af húsum sem verið var að rannsaka. Hér gafst því einstakt tækifæri til þess að kanna áreiðanleika ritheimilda, sem ekki er hægt að gera með öðrum hætti.
  Teikningar af húsum konungsgarðsins sýndu að byggingar embættismanna konungs á Bessastöðum á 17. og 18. öld virðist hafa verið reistar samkvæmt erlendum fyrirmyndum, sem ekki er vitað að eigi sér neina samsvörun í íslenskri byggingararfleið. Í ritgerðinni er reynt er að svara því hvort að lengri hefð sé fyrir því á Bessastöðum, að reisa byggingar af erlendri gerð, og hvort þessar byggingar hafi orðið einhver fyrirmynd fyrir íslenska höfðingja annars staðar á landinu, sem þeir reyndu að taka upp heima hjá sér.
  Rannsóknin leiddi í ljós að ritheimildir, úttektir, lýsingar og teikningar gáfu að mörgu leyti mjög góða mynd af viðkomandi byggingum, og reyndust mikilvæg hjálpargögn við túlkun uppgrafinna byggingaleifa. Fornleifauppgröfturinn sýndi hins vegar fram á að ekki er hægt að treysta hinum málsettu teikningum gagnrýnislaust. Í mörgum tilvikum virtust við fyrstu sýn vera illskiljanleg frávik milli teikninga og fornleifa, en með ýtarlegum samanburði við niðurstöður uppgraftarins var oft hægt að finna skynsamlega skýringu á því hvernig þessi frávik gátu hafa orðið til.
  Þá er komist að þeirri niðurstöðu að á Bessastöðum hafi verið reistar byggingar að erlendri fyrirmynd mun fyrr en áður hefur verið þekkt, a.m.k. á 15. eða 16. öld og hugsanlega jafnvel enn fyrr eða á miðöldum. Hins vegar hafa til þessa ekki fundist nein dæmi um að íslenskir höfðingjar hefðu séð ástæðu til að reisa sér hús að hætti embættismanna konungs á Bessastöðum. Íslensk byggingarhefð virðist því hafa verið afar rótgróin í hugum landsmanna. Eini bærinn sem virðist hafa haft lokaðan húsagarð, svipað og á Bessastöðum, eru Þingeyrar á ofanverðri 18. öld. Lýsing á þeim bæ bendir hins vegar til þess að þar hafi húsagarðurinn verið myndaður með því að byggja framan við gamla íslenska gangabæinn. Í stað þess að reisa nýjan bæ utan um húsagarð, samkvæmt erlendri fyrirmynd, voru erlend áhrif þar löguð að íslenskri byggingarhefð.

Accepted: 
 • Dec 22, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7124


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Byggingar konungsgarðs-Bessastaðir á 17. og 18. öld.pdf9.4 MBOpenHeildartextiPDFView/Open