is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7141

Titill: 
  • Varpvistfræði lunda á Breiðafirði
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Talsvert lundavarp er í suðureyjum Breiðafjarðar en það hefur lítið verið rannsakað. Í rannsókn þessari, sem framkvæmd var sumarið 2010, var stofnstærð lunda í fimm eyjum á suðursvæði Breiðafjarðar áætluð með því að meta hlutfall virkra lundahola. Eyjarnar sem um ræðir eru Elliðaey, Freðinskeggi, Loðinshólmar, Melrakkaey og Vatnsey. Jafnframt voru aldurshlutföll í afla lundaveiðimanna úr tveimur eyjum skoðuð, en þau gefa hugmynd um nýliðun í stofninum. Hluti aldursgreindra lunda var veginn og þyngd þeirra borin saman við þyngd lunda annars staðar að. Einnig var ábúðarhlutfall varphola í Elliðaey á Breiðafirði borið saman við ábúðarhlutfall á landsvísu með notkun holumyndavélar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stofnstærð í eyjunum fimm er um 9000 lundapör (95% öryggismörk, 7881-11051) sem samsvarar um 0,03% af áætlaðri heildarstofnstærð lunda við Ísland. Mikill munur var á hlutfalli ungfugla í veiðiafla úr eyjunum tveimur. Hlutfall ungfugla úr Elliðaey var 74% en úr Melrakkaey 31,7%. Hlutfall ungfugla úr Vestmannaeyjum yfir 21 árs tímabil var 90% í veiðiafla. Af vegnum lundum í Elliðaey kom í ljós að þriggja (meðaltal 490 g) og fjögurra (meðaltal 495 g) ára fuglar voru þyngstir. Meðalþyngd lunda í Elliðaey var borin saman við þyngd lunda frá Vestmannaeyjum, Isle of May og St Kilda við Bretland og reyndust lundar í Elliðaey vera þyngstir að meðaltali. Ábúðarhlutfall í Elliðaey, metið með holumyndavél, var 84,6% og var það yfir landsmeðaltali. Lundavarp í eyjunum fimm byrjaði vel en þegar leið á sumarið virtist sem æti væri af skornum skammti og þá fór að bera á ungadauða. Mikið af dauðum ungum fannst í Elliðaey um miðjan september.

Styrktaraðili: 
  • Nýsköpunarsjóður Námsmanna
Samþykkt: 
  • 4.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Varpvistfræði lunda á Breiðafirði 2010.pdf11.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna