is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7142

Titill: 
 • Titill er á ensku Technological dependency. The experience of using home ventilators and long-term oxygen therapy. Patients’ and families’ perspective
 • Að vera háður tækni. Reynsla sjúklinga og fjölskyldna þeirra af meðferð með heimaöndunarvél og súrefni
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  This study describes patients’ and families’ experience of long-term home treatment with non-invasive ventilation during sleep with or without additional oxygen therapy. The treatment is based on positive airway pressure delivered to the patient via nasal mask or a combined nasal/mouth mask. Various chronic diseases can lead to sleep related breathing disorders, which present with sleep apnea and or hypoventilation during sleep. Without the treatment the patients may suffer from serious consequences of insufficient gas exchange. Considering the potential burden placed on people undertaking this treatment it is necessary to obtain peoples’ experience of this treatment in order to prevent unnecessary problems. The main research question is: What is patients’ and families’ experience of technical breathing assistance during sleep?
  Technology and caring are prominent concepts in the literature on technological dependency. Technology in health care has been defined as any technique and technology used for diagnosing, treating and controlling peoples’ health. Controversy exists as to how technology and caring may be reconciled in nursing practice.
  The methodological approach was interpretive phenomenology and thematic and narrative analysis. The participants were chosen from a group of about 100 Icelandic patients using home ventilation technology. The sample was purposive and interviews were taken with 6 patients age 45-70 and 5 spouses and one daugther. Data was collected with two 1 hour-long deep interviews with each pair of participants
  The main narratives that emerged from the data were: 1. Mixed blessing: Life saving treatment - meaningless exertion. 2. Being in the hands of professionals – compassion and understanding as central. 3. Listening to the body. 4. Wanting to be seen as healthy. 5. Powerful technology. 6. The treatment involves routine work and effort.
  It is concluded that being dependent on technical breathing assistance during sleep was a major life event for participants. The treatment was experienced as constraining and intrusive in life despite successful outcome. Not everybody found the treatment helpful and it provoked questions on purpose. This indicates that the way the technique is introduced and consequently put into action is crucial. Professionals need, therefore, to pay a close attention to how they practice and put caring concern and respect for unique needs of individuals in forefront.
  Keywords: Non-invasive ventilation, Sleep disordered breathing, Technological dependency, Qualitative methodology.

 • Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa reynslu sjúklinga og fjölskyldna þeirra af tæknilegri aðstoð við öndun í svefni með eða án súrefnisnotkunar. Aðstoðin byggist á blásturstæki sem myndar jákvæðan loftþrýsting og veitt er í vit sjúklingsins gegnum öndunargrímu sem sofið er með. Þeir einstaklingar sem þarfnast þessa búnaðar eru með ýmsa langvinna sjúkdóma, sem valda truflun á öndun og minnkaðri öndunargetu í svefni. Án meðferðarinnar geta sjúklingarnir þjáðst af alvarlegum afleiðingum truflaðra loftskipta. Miklar tækniframfarir hafa átt sér stað í þróun meðferðarinnar og er sífellt fleiri sjúklingum gefinn kostur á henni. Í ljósi þess er nauðsynlegt að skoða hver reynsla sjúklinganna af meðferðinni er og koma með því í veg fyrir að hún valdi óþarfa erfiðleikum og þar með nýjum heilsufarsvandamálum. Meginrannsóknarspurningin er því: Hver er reynsla sjúklinga og fjölskyldna þeirra af tæknilegri meðferð til öndunaraðstoðar í svefni.
  Þegar reynsla fólks af tæknilegri meðferð er skoðuð eru hugtökin tækni og umhyggja áberandi. Tækni í heilbrigðiskerfinu er venjulega skilgreind sem hvers konar tæki og tækni sem notuð er til sjúkdómsgreiningar og meðferðar. Fagfólk greinir á um hvernig best megi samþætta þetta tvennt. Sýnt hefur verið fram á að sjúklingar geta átt í erfiðleikum með að þiggja og sætta sig við meðferð vegna áhrifa á félagslega og andlega líðan, þó sýnt sé að hún beri tilætlaðan árangur.
  Aðferðafræði: Rannsóknin var eigindleg og byggir á túlkandi fyrirbærafræði og frásögugreiningu. Þátttakendur voru valdir úr hópi rúmlega 100 íslenskra sjúklinga sem nota ofangreindan búnað, búa heima og voru á aldrinum 40-70 ára. Úrtakið var þægindavalið og samanstóð af sex sjúklingum, ásamt fimm mökum og einni dóttur. Gagnasöfnun var framkvæmd með tveim um það bil 1 klst. löngum opnum viðtölum við hvert par þátttakenda. Gagnagreining fólst í frásögugreiningu.
  Niðurstöður: Eftirfarandi frásögur komu fram: 1. Fjölbreytileg upplifun á áhrifum meðferðar: Algjör lífsnauðsyn – tilgangslaust erfiði. 2. Að vera í höndum fagfólks – mikilvægi samkenndar og skilnings. 3. Að hlusta á skilaboð líkamans. 4. Að vera heilbrigður í sjúklingshlutverkinu. 5. Máttur tækninnar – erfitt að hafna meðferð. 6. Fyrirhöfn í daglegu lífi – að hleypa í sig kjarki til að fara í vélina.
  Ályktanir: Að vera háður öndunaraðstoð í svefni var verulegt inngrip í líf þátttakenda. Meðferðin var séð sem þvingandi inngrip í líf þeirra þrátt fyrir góðan árangur. Meðferðin var ekki hjálpleg fyrir alla og kallaði það á spurningar um tilgang. Gagnsemin var breytileg og mátti rekja til ýmissa þátta, einkum alvarleika heilsufarsvandans og almenns heilsufars þeirra. Umhyggjusöm samskipti af hálfu heilbrigðisstarfsmanna og virðing fyrir sérstökum þörfum skjólstæðinga einkum við upphaf meðferðar, skiptu verulegu máli.
  Lykilorð: Meðferð með heimaöndunarvél, Langtíma súrefnismeðferð, Svefnháðar öndunartruflanir, Tækni og umhyggja í hjúkrun, Að vera háður tækni, Eigindleg aðferðafræði.

Samþykkt: 
 • 4.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Thesis 2004 fyrir prentun.pdf748.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna