is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7149

Titill: 
  • Skattlagning vegna eignarhalds á lágskattasvæðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þar sem skattar hafa löngum verið lagðir á þegna ríkja þá er unnt að leiða líkur að því að undanskot eigna og tekna frá skatti hafi einnig tíðkast og hafi þannig ávallt verið hin hliðin á skattpeningnum. Þá kemur til að mynda fram í Brennu-Njálssögu að Kári Sölmundarson kom eignum sínum undan þannig að þær lentu ekki í höndum óvina hans sem manngjöld fyrir hefndarvíg. Aukið frelsi til að eiga við fjármagn með aukinni tækni hefur auðveldað aðilum að fela fé fyrir skattheimtumönnum nútímans enda vafalaust auðveldara að hylja peningaslóð heldur en til dæmis hófaför. Margar leiðir hafa verið og eru farnar í þeim efnum og árangurinn misjafn. Í eftirfarandi umfjöllun verður leitast við að varpa ljósi á hinar ýmsu myndir skattasniðgöngu, innlendrar sem alþjóðlegrar, og þeim fjölmörgu álitaefnum sem þar brjótast fram. Sérstaklega verður viðfangsefnið nálgast út frá hinum svokölluðu CFC reglum (e. Controlled Foreign Company) en slíkar reglur fela í sér heimild til þess að samskatta hérlendis innlenda aðila ásamt erlendum lögaðilum þeirra, skráðum í lágskattaríkjum eða skattaparadísum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
    Ritgerðin er byggð upp með þeim hætti að í upphafi er fjallað um alþjóðlega skattasniðgöngu, þar sem meðal annars verður vikið að túlkun skattalaga og skilgreiningu á lykilhugtökum þess efnis. Því næst verður fjallað um hið almenna skattasniðgönguákvæði 1. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og álitefni því tengdu. Þar á eftir verður fjallað almennt um skattalega málamyndagerninga (sýndargerningar) og í framhaldi af þeirri umfjöllun er komið að þungamiðju ritgerðarinnar en það eru hinar svokölluðu CFC reglur. Í fyrstu verður fjallað um reglurnar almennt á alþjóðlegum vettvangi, skilyrði þeirra og hvernig reglunum horfir við löggjöf Evrópusambandsins, þá einkum fjórfrelsisreglum Rómarsáttmálans, sem og ákvæðum laga nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið. Þá verður sérstaklega vikið að viðhorfi Evrópudómstólsins í þeim efnum. Loks verður rýnt ítarlega í hið íslenska CFC ákvæði 57. gr. a. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, ásamt tilurð þeirrar lagasetningar og þeim fjölmörgu álitaefnum sem ákvæðinu fylgir.

Samþykkt: 
  • 4.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skattlagning vegna eignarhalds á lágskattasvæðum.pdf818.65 kBLokaðurHeildartextiPDF