is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7156

Titill: 
  • Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Allmörg börn og ungmenni brjóta lög á uppvaxtarárum sínum og sumir vilja meina að það sé jafnvel eðlilegur hluti af persónuþroska einstaklings. Hvernig samfélagið bregst við er í stöðugri þróun og breytist með tilliti til aðstæðna á hverjum tíma.
    Þegar barn fremur afbrot skiptir miklu máli að veita því stuðning og grípa til réttra aðgerða fljótt eftir að afbrot hefur átt sér stað til þess að koma í veg fyrir að barnið lendi á frekari braut afbrota í framtíð sinni. Barnaverndarkerfið gegnir lykilhlutverki þegar kemur að afbrotum barna en í þessum málum reynir einnig sérstaklega á samstarf við lögreglu og aðra aðila í refsivörslukerfinu. Grundvallarmunur er á þessum kerfum þar sem ólík sjónarmið og reglur gilda. Ef ætlunin er að bregðast við afbrotum barna í samræmi við grundvallarregluna um það sem best hagar þörfum barnsins þá kallar það á samfellu og samræmd vinnubrögð barnaverndarnefnda og viðkomandi aðila í refsivörslukerfinu. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvernig samspil og samstarf þessara tveggja kerfa er háttað þegar barn fremur afbrot. Í ritgerðinni verður jafnframt greint frá helstu einkennum hvors kerfis fyrir sig og þau borin saman.
    Umfjöllun ritgerðarinnar nær til allra barna en það er áherslumunur á málsmeðferð sakhæfra barna og ósakhæfra barna þar sem refsivörslukerfið kemur ekki nema að litlu leyti að málum ósakhæfra barna. Gerð verður grein fyrir Barnasamningnum sem og öðrum alþjóðlegum reglum sem tryggja börnum, sem fremja afbrot, tiltekna vernd. Almennt er fjallað um skipulag og hlutverk barnaverndarkerfisins og refsivörslukerfisins og þau borin saman. Þá verður vikið að umfjöllun um samspil barnaverndarnefnda- og refsivörslukerfisins þar sem meðferð barnaverndarmáls og sakamáls verður rakin skref fyrir skref og borin saman. Fjallað er um athugun höfundar á málum þriggja einstaklinga þar sem rannsakað var samspil barnaverndarkerfisins við aðila refsivörslukerfisins. Þessi athugun veitir nauðsynlega innsýn í mál barna sem fremja afbrot og gefur möguleika á að draga lærdóm af því hvernig þessum málum er háttað í framkvæmd. Þar að auki verður vikið að áhugaverðri tölfræði sem gefa ætti skýra mynd af því samfélagslega vandamáli sem afbrot barna eru. Að lokum verður efnið dregið saman og gert grein fyrir helstu niðurstöðum.

Samþykkt: 
  • 5.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak.pdf803.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna