is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7161

Titill: 
  • Fjárhagsaðstoð, virkni og velferð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að komast að því hvort að sveitarfélög á Íslandi séu að beita skilyrðum fyrir fjárhagsaðstoð er lúta að virkni. Í rannsókninni voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir og byggt var á lögum og þingskjölum, reglum sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð og úrskurðum frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að Alþingi hefur í tvígang hafnað tillögum um að beita megi skilyrðum sem lúta að virkni viðtakenda við framkvæmd fjárhagsaðstoðar með þeim hætti að sveitarfélög geti gert kröfur um að viðtakendur séu í virkri atvinnuleit eða taki þátt í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum eða öðrum úrræðum. Önnur meginniðurstaðan er sú að þrátt fyrir að Alþingi hafi í tvígang hafnað tillögum um slík ákvæði eru öll sveitarfélög landsins, nema tvö, að beita skilyrðum er lúta að virkni fyrir fjárhagsaðstoð. Fordæmið fyrir slíkum ákvæðum er að finna í leiðbeiningum um reglur um fjárhagsaðstoð sem gefnar voru út af félags- og tryggingamálaráðuneytinu árið 2003. Aðeins einn notandi félagsþjónustu sveitarfélaga hafði kært beitingu skilyrða er lúta að virkni viðtakenda og staðfesti úrskurðarnefnd félagsþjónustu ákvörðun sveitarfélagsins. Ísland er eina landið á meðal Norðurlandanna sem ekki hefur ákvæði um beitingu skilyrða er lúta að virkni viðtakenda fyrir fjárhagsaðstoð.
    Lykilorð: fjárhagsaðstoð, viðtakendur fjárhagsaðstoðar, skilyrði, virkni, virk velferðarstefna.

Samþykkt: 
  • 7.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Lena.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna