is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7170

Titill: 
  • Vinnustaðagreining tannsmiða á Íslandi 2010: Könnun á starfsánægju og líðan tannsmiða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni höfundar til BS gráðu í tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands í febrúar 2011. Framkvæmd var rannsókn á starfsánægju og líðan tannsmiða á Íslandi og leitað svara við rannsóknarspurningunum: Hvert er viðhorf tannsmiða á Íslandi til vinnuumhverfisins sem þeir búa við?Hver er starfsánægja stéttarinnar í samanburði við starfsánægjukannanir sem Capacent Gallup hefur gert fyrir VR eða Verslunarmannafélag Reykjavíkur undanfarin ár? Tilgangurinn var að kanna hvar tannsmiðir standa í samanburði við aðra hópa.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn og spurningakönnun send rafrænt til allra tannsmiða sem skráðir voru í Tannsmiðafélag Íslands haustið 2010. Leitað var til formanns félagsins sem samþykkti að bera málið undir stjórn félagsins sem síðar samþykkti að könnunin yrði lögð fyrir. Þá sá formaður til þess að aðstoð fékkst hjá starfsmanni Samtaka Iðnaðarins við útsendingu á tölvupósti sem innihélt tengil á könnunina. Spurningarnar í könnuninni voru flokkaðar í átta þætti sambærilega þeim sem spurt er um í vinnustaðagreiningum VR ár hvert og heildareinkunn var reiknuð út frá sömu hlutföllum. Niðurstöður könnunarinnar voru loks teknar saman í myndir og skýrslur.
    Helstu niðurstöður eru þær að tannsmiðir eru almennt ánægðir í starfi þótt ánægjan sé ekki eins mikil og hún gerist allra best á almennum vinnumarkaði. Þeir telja sig sterka hvað snertir faglega þekkingu og eru ánægðir með þá ímynd sem starf þeirra nýtur. Helsta óánægja lýtur að launum eins og hjá flestum sem svara könnunum sem þessum en taka þarf tillit til þessu hversu hátt hlutfall þátttakenda eru einyrkjar.

Samþykkt: 
  • 7.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Tannsmíði VG 0111.pdf1.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna