is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7172

Titill: 
  • Vaxtarmöguleikar fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um nokkrar af þeim leiðum sem fyrirtæki hafa til að vaxa og dafna. Gerð er grein fyrir vöru- og markaðslíkani Ansoff's en það getur komið að góðum notum til að meta hvort fyrirtæki eigi að vera á núverandi markaði með núverandi vörur, eigi að fara á nýjan markað með núverandi vöru, eigi að þróa nýja vöru fyrir núverandi markað eða hvort fyrirtækið eigi að einbeita sér að nýsköpun sem felst í því að koma með nýja vöru á nýjan markað.
    Einnig er fjallað um samruna og yfirtökur. Sérstök áhersla er á umfjöllun um ástæður fyrir samrunum og yfirtökum, ferlið, og með hvaða hætti fyrirtæki geta varið sig gegn fjandsamlegri yfirtöku. Í ritgerðinni eru dregin fram dæmi um ólíkar gerðir samruna og kemur einnig fram að samrunar og yfirtökur eru algengar og óíklegt að á því verði mikil breyting næstu ár. Samrunar og yfirtökur geta nýst vel ef fyrirtækin telja þörf á hröðum vexti, t.d. til að fá aðgang að nýjum mörkuðum eða til þess að losna við aðra samkeppnisaðila af markaðnum. Þá getur sameining við annað fyrirtæki verið góður kostur ef vel tekst til. Þessi aðferð hefur það í för með sér að ákveðin stökkbreyting á sér stað í umsvifum og stærð fyrirtækisins og getur því kallað á umsvifamiklar breytingar á skipulagi þess. Ef samrunin eða yfirtakan heppnast vel þá getur fyrirtækið náð þeim markmiðum í umsvifum eða hæfni sem það stefnir að og þarf því ekki að byggja slíka hæfni upp frá grunni.
    Að síðustu er fjallað um bandalög sem tvær eða fleiri skipulagsheildir geta nýtt sér til að samnýta auðlindir og starfsemi sína. Bandalagið getur annars vegar verið frekar einfalt bandalag milli tveggja fyrirtækja sem framleiða tiltekna vöru sameiginlega og hinsvegar bandalag margra fyrirtækja sem bjóða upp á samettar vörur og lausnir. Til eru margar tegundir einfaldra og samsettra bandalaga en í ritgerðinni er fjallað um samvogunarfélög, framleiðsluleyfi og viðskiptasérleyfi.

Samþykkt: 
  • 7.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsSveinnGuðlaugur.pdf483.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna