is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7173

Titill: 
  • Kostnaðarstýring
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með tilkomu tölvutækninnar á seinni hluta 20. aldarinnar þurftu stjórnendur fyrirtækja að endurskoða vinnubrögð sín og hugsunarhátt. Upplýsingar um reksturinn voru nú mun aðgengilegri en áður og því þurftu þeir að velta því fyrir sér hvaða upplýsingar þeir þyrftu og hvað þeir ætluðu að gera við þær. Í stað þess að treysta eingöngu á hefðbundið fjárhagsbókhald til að skoða stöðu fyrirtækisins var nú hægt að skoða kostnaðarbókhald fyrirtækisins, bókhald sem ekki sýndi eingöngu fjárhagslegar niðurstöður heldur einnig ýmsa aðra mælikvarða. Í þessu nýja umhverfi hafði opnast möguleiki á að greina þann kostnað sem varð til í fyrirtækinu og hafa meira eftirlit með honum.
    Kostnaðarstýring er nauðsynlegur hluti í rekstrinum. Hana má framkvæma með ýmsum aðferðum, áætlunum, innra eftirliti og tölvugreiningum. Ef hún er hluti af menningu fyrirtækisins þá eykur það skilvirkni og um leið batnar rekstrarniðurstaða. Stjórnendur sem skilja mikilvægi kostnaðarstýringar stuðla að kostnaðarmeðvitaðri menningu.
    Eftir þá einokunar- og haftastefnu sem ríkti á Íslandi langt fram á síðustu öld búa íslensk fyrirtæki nú við mikið samkeppnisumhverfi. Kostnaðarstýring er því nauðsynlegur þáttur til að þau geti lifað af í erfiðu rekstrarumhverfi.

Samþykkt: 
  • 7.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kostnaðarstýring.pdf279.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna