Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7174
Markmið þessa verkefnis er að greina rúmamarkaðinn á Íslandi og hvað einkennir neytendur á markaðnum ásamt því að kanna vitund neytenda á versluninni Rekkjunni sem sérhæfir sig í sölu rúma.
Nær-umhverfi Rekkjunnar er greint og farið er yfir sögu Rekkjunnar og markaðssetning fyrirtækisins skoðuð í gegnum tíðina. Þar að auki er farið yfir upplýsingar frá helstu rúmaverslunum landsins varðandi hvernig fyrirtækin reyna að markaðssetja sig og hversu mikinn kostnað þær leggja í kynningarstarf sitt á mánuði.
Markaðsrannsókn var framkvæmd á neytendum til að fá svör við tveimur af rannsóknarspurningum verkefnisins: „Hversu mikla vitund hafa neytendur á versluninni Rekkjunni?“ og „Hvað einkennir neytendur á markaðnum?“. Rannsóknin var framkvæmd dagana 16-20 nóvember 2010 og var notast við þá aðferð að senda öllum nemum við Háskóla Íslands póst með vefslóð á staðlaðan spurningalista sem þeir gátu svarað á netinu. Niðurstöður úr markaðsrannsókninni voru svo nýttar í greiningu markaðarins og komu þar fram bæði ógnanir og tækifæri Rekkjunnar.
Helstu þættir markaðsgreiningarinnar voru svo teknir saman, annarsvegar í Pest-greiningu þar sem fjær-umhverfi Rekjunnar var greint til að skýra helstu ytri áhrifaþætti og hins vegar í Task-greiningu þar sem helstu einkenni rúmamarkaðarins voru greind svo hægt væri að svara síðustu rannsóknarspurningu verkefnisins: „Hver eru einkenni rúmamarkaðarins á Íslandi?“. Að lokum voru niðurstöður markaðsgreiningarinnar teknar saman í Svót-greiningu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Halldor Orri Bjornsson.pdf | 781.09 kB | Lokaður | Heildartexti |