is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/718

Titill: 
 • Tengsl reykinga og einkenna frá stoðkerfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Stoðkerfiseinkenni, s.s. bakvandamál, útbreiddir verkir og vöðvabólgur, eru algeng vandamál og oft orsök fyrir vinnutapi og skertum lífsgæðum. Orsakir stoðkerfiseinkenna eru margvíslegar og má þar nefna þætti eins og hreyfingarleysi og lélegar vinnustellingar. Fáir gera sér grein fyrir því að reykingar virðast einnig geta stuðlað að einkennum frá stoðkerfi. Algengt viðhorf hjá ungum reykingamönnum er að það skipti ekki máli þó að þeir stytti líf sitt með því að reykja, aðal málið sé að þeim líði vel og vísa þá í þá vellíðan sem reykingarnar veita þeim. En líður þeim eins vel og þeim sem reykja ekki? Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem reykja eru útsettari fyrir verkjum frá stoðkerfi en þeir sem reykja ekki.
  Í þessari rannsókn eru eftirfarandi tilgátur settar fram; þeir sem reykja daglega hafa meiri einkenni frá stoðkerfi en þeir sem reykja ekki, þeir sem reykja sjaldnar en daglega hafa meiri einkenni frá stoðkerfi en þeir sem reykja ekki og loks þeir sem hafa reykt en eru hættir hafa meiri einkenni frá stoðkerfi en þeir sem hafa aldrei reykt
  Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var á vegum Vinnueftirlits ríkisins vegna rannsóknar á heilsu starfsmanna öldrunardeilda og stofnana á Íslandi með 10 starfsmenn eða fleiri frá árinu 2000. Stærð úrtaks var 1886, svörun var 80% eða n=1518 og þar af konur 96%. Kannað er sambandið milli einkenna frá stoðkerfi og reykinga og tekið tillit til líkamsþyngdarstuðuls, líkamlegs álags við vinnu, stöðu, hjúskaparstöðu, ástundunar líkamsræktar, aldurs og kyns með fjölbreytu aðhvarfsgreiningu.
  Niðurstöður styðja rannsóknartilgáturnar hvað varðar það að þeir sem reykja daglega og þeir sem hafa reykt en eru hættir hafa marktækt meiri einkenni frá stoðkerfi en þeir sem hafa aldrei reykt. Þeir sem reykja sjaldnar en daglega reyndust ekki hafa marktækt meiri einkenni frá stoðkerfi en þeir sem reykja ekki.
  Jafnvel þó niðurstöðurnar sýni að reykingar skýri aðeins um 2% af breytileika í einkennum frá stoðkerfi þá eru þær mikilvægar í ljósi þess að enn reykja um 19% fullorðinna Íslendinga daglega og um þriðji hver fullorðinn Íslendingur reykir sjaldnar en daglega eða hefur einhvern tíma reykt. Þrátt fyrir að rannsóknir hafi lengi vel sýnt tengsl milli reykinga og stoðkerfiseinkenna og þá sérstaklega bakvandamála þá hefur þessum upplýsingum ekki verið haldið mikið á lofti hvorki erlendis né hér á landi og alltof fáir gera sér grein fyrir þessum áhættuþætti. Því fleiri rannsóknir á þessu sviði sem gerðar eru því líklegra er að farið verði að nota þessar upplýsingar sem hluta af fræðslu um skaðsemi reykinga. Gildi rannsóknarinnar og skyldra rannsókna er síðan ekki síst mikið í allri meðferð á stoðkerfiseinkennum og sjúkdómum því mikilvægt er að fækka áhættuþáttum fyrir þessum útbreiddu vandamálum sem allra mest.
  Ágrip
  Stoðkerfiseinkenni, s.s. bakvandamál, útbreiddir verkir og vöðvabólgur, eru algeng vandamál og oft orsök fyrir vinnutapi og skertum lífsgæðum. Orsakir stoðkerfiseinkenna eru margvíslegar og má þar nefna þætti eins og hreyfingarleysi og lélegar vinnustellingar. Fáir gera sér grein fyrir því að reykingar virðast einnig geta stuðlað að einkennum frá stoðkerfi. Algengt viðhorf hjá ungum reykingamönnum er að það skipti ekki máli þó að þeir stytti líf sitt með því að reykja, aðal málið sé að þeim líði vel og vísa þá í þá vellíðan sem reykingarnar veita þeim. En líður þeim eins vel og þeim sem reykja ekki? Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem reykja eru útsettari fyrir verkjum frá stoðkerfi en þeir sem reykja ekki.
  Í þessari rannsókn eru eftirfarandi tilgátur settar fram; þeir sem reykja daglega hafa meiri einkenni frá stoðkerfi en þeir sem reykja ekki, þeir sem reykja sjaldnar en daglega hafa meiri einkenni frá stoðkerfi en þeir sem reykja ekki og loks þeir sem hafa reykt en eru hættir hafa meiri einkenni frá stoðkerfi en þeir sem hafa aldrei reykt
  Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var á vegum Vinnueftirlits ríkisins vegna rannsóknar á heilsu starfsmanna öldrunardeilda og stofnana á Íslandi með 10 starfsmenn eða fleiri frá árinu 2000. Stærð úrtaks var 1886, svörun var 80% eða n=1518 og þar af konur 96%. Kannað er sambandið milli einkenna frá stoðkerfi og reykinga og tekið tillit til líkamsþyngdarstuðuls, líkamlegs álags við vinnu, stöðu, hjúskaparstöðu, ástundunar líkamsræktar, aldurs og kyns með fjölbreytu aðhvarfsgreiningu.
  Niðurstöður styðja rannsóknartilgáturnar hvað varðar það að þeir sem reykja daglega og þeir sem hafa reykt en eru hættir hafa marktækt meiri einkenni frá stoðkerfi en þeir sem hafa aldrei reykt. Þeir sem reykja sjaldnar en daglega reyndust ekki hafa marktækt meiri einkenni frá stoðkerfi en þeir sem reykja ekki.
  Jafnvel þó niðurstöðurnar sýni að reykingar skýri aðeins um 2% af breytileika í einkennum frá stoðkerfi þá eru þær mikilvægar í ljósi þess að enn reykja um 19% fullorðinna Íslendinga daglega og um þriðji hver fullorðinn Íslendingur reykir sjaldnar en daglega eða hefur einhvern tíma reykt. Þrátt fyrir að rannsóknir hafi lengi vel sýnt tengsl milli reykinga og stoðkerfiseinkenna og þá sérstaklega bakvandamála þá hefur þessum upplýsingum ekki verið haldið mikið á lofti hvorki erlendis né hér á landi og alltof fáir gera sér grein fyrir þessum áhættuþætti. Því fleiri rannsóknir á þessu sviði sem gerðar eru því líklegra er að farið verði að nota þessar upplýsingar sem hluta af fræðslu um skaðsemi reykinga. Gildi rannsóknarinnar og skyldra rannsókna er síðan ekki síst mikið í allri meðferð á stoðkerfiseinkennum og sjúkdómum því mikilvægt er að fækka áhættuþáttum fyrir þessum útbreiddu vandamálum sem allra mest.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraprófsritgerð kláruð 17 maí 2007.pdf399.75 kBOpinnRannsóknin í heild sinniPDFSkoða/Opna