is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7185

Titill: 
 • Kynlíf er ekkert grín! Kynfræðsla sem mæður veita unglingum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tíðni kynsjúkdóma (t.d. klamydíu), fóstureyðinga og barneigna meðal ungs fólks er hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta er áhyggjuefni og þörf á að sporna við þessari þróun. Mæður eru gjarnan taldar veita börnum sínum einna mikilvægustu og áhrifaríkustu kynfræðsluna. Í því ljósi er markmið fyrirliggjandi rannsóknar að kanna sjónarhorn mæðra á þá kynfræðslu sem þær veita börnum sínum. Stuðst er við eigindlega rannsóknaraðferð og voru tekin opin viðtöl við sjö mæður 15 og 16 ára gamalla barna á höfuðborgarsvæðinu.
  Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að allar mæðurnar tóku hlutverk sitt sem meginkynfræðsluaðila barns síns alvarlega og huguðu að ýmsum þáttum við kynfræðsluna. Þeim var meðal annars umhugað um farsæld barna sinna í kynlífi og til þess að svo mætti verða fræddu þær börnin um líkamlega, tilfinninga- og siðferðislega þætti auk áhættuþátta samfara kynlífi. Þær lögðu ríka áherslu á áhættuþættina og þeim stóð mesta ógnin af klámvæðingunni. Svo virtist sem þeim þætti auðveldara að veita dætrum sínum kynfræðslu en sonum og hefðu meiri áhyggjur af áhrifum klámvæðingarinnar í garð dætra sinna en sona. Þá kom fram að þær beittu margvíslegum aðferðum við kynfræðsluna sem höfðu mismunandi gildi og markmið. Aðferðirnar skiptust í: samskiptahætti, aðhaldsaðgerðir, fræðsluefni sem hjálpartæki, gæðastundir, dýrmæta reynslu og fagþekkingu, samband foreldra og styrking fjölskyldutengsla. Teldu mæðurnar barnið farið að stunda kynlíf eða í þann veginn að hefja það, notuðu þær fleiri aðferðir. Allar mæðurnar voru öruggar um að börn þeirra væru ánægð með kynfræðsluna sem þær höfðu veitt þeim, en sumar voru ekki vissar um að fræðslan væri fullnægjandi. Mæðurnar virtust einar um kynfræðsluna heima fyrir; þær fengu mismikinn stuðning feðra barnanna en höfðu miklar væntingar til kynfræðslu skólans.
  Vonir eru bundnar við að niðurstöðurnar megi nýta til forvarna í kynheilbrigðismálum ungs fólks. Jafnframt leggja þær grunn að áframhaldandi rannsóknum á þessu sviði.

 • Útdráttur er á ensku

  The frequency of sexually transmitted diseases (e.g. Chlamydia), abortions and childbirths by young people is higher in Iceland than in the other Nordic countries. This causes concern and the need to resist this development. Mothers are commonly thought to be one of the most important providers of sex education to their children. The aim of my study is to explore the mothers’ point of view regarding the sex education they provide for their children. A qualitative approach was used in seven open interviews with mothers of 15 and 16 year old children in the Reykjavik area.
  The results showed that all the mothers considered their roles of sex education serious and important. They were concerned about their children’s sexual welfare and educated them about the physical aspects, ethical considerations and risk factors associated with sexual behavior. They emphasized the risk factors in their teachings and were most intimidated by the increase of pornographic material containing misleading guidance. The mothers seemed to be at more ease giving sex education to their daughters than their sons, and were more concerned about the effects of pornography on their daughters than their sons. The mothers’ plethora of sex teaching techniques was categorized by value and purpose. Their methods were compiled into the following groups: Communicative behavior; Behavioral restraints; Education materials as an aid; Quality time; Valuable experience and expertise knowledge; Parental relationship; and Enhancement of family relations. The mothers’ repertoire of teaching methods increased if they considered their child to be or becoming sexually active. All mothers were certain that their children appreciated the education, but some were concerned if it was adequate. The mothers appeared isolated in their teachings at home, they received varying amount of help from the fathers, but all had ample expectations to the sex education provided by the school.
  It is hoped that the results may be of aid to campaigns of safer sex and other programs of preventive measures aimed towards young people. The study suggests a number of further investigative inquiries.

Samþykkt: 
 • 10.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritg loka 05.pdf823.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna