is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7195

Titill: 
  • Er þörf fyrir sértæka kynheilbrigðisþjónustu ætlaða unglingum á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er leitast við að svara eftirfarandi spurningum; Er þörf fyrir sértæka kynheilbrigðisþjónustu fyrir unglinga á Íslandi? Hvernig er kynheilbrigði unglinga á Íslandi? Hefur klámvæðing áhrif á kynheilbrigði unglinga? Til að leita svara verður fjallað um hugtökin kynheilbrigði, klám og klámvæðingu og þau tengd við líf unglingsins. Þróun einstaklings á unglingsárunum verður skoðuð og reynt að varpa ljósi á þær breytingar sem eiga sér stað hjá einstaklingum á þeim tíma. Rætt verður um kynheilbrigði og kynhegðun unglinga í ljósi þeirrar klámvæðingar sem einkennir samfélag nútímans, þar sem fjöldi kynsjúkdómasmita, þungana og fóstureyðinga hjá þessum aldurshóp verður skoðaður. Litið verður til sögu sértækrar kynheilbrigðisþjónustu fyrir unglinga hér á landi og hún borin saman við þjónustuna sem er í boði nú á dögum með það að markmiði hvort nauðsyn sé að bæta hana eða sérsníða á einhvern hátt. Auk þess verður sambærileg þjónusta í nágrannalöndunum skoðuð og bæði erlendar og innlendar rannsóknir á óskum unglinganna fyrir slíkri þjónustu. Á Íslandi er fjöldi klamydíu – og kynfæravörtusmita hlutfallslega hærri en í nágrannalöndum okkar og er sýkingin algengust hjá stúlkum á aldrinum 15-20 ára. Auk þess hefur fjöldi fæðinga og fóstureyðinga hér á landi hjá ungu fólki undir 20 ára verið töluvert hærri ef miðað er við Norðurlöndin síðustu árin, en má þó sjá að eitthvað hafi dregið úr þeim fjölda nú á síðari árum. Sértækar kynheilbrigðisþjónustur fyrir unglinga hafa verið starfræktar um nokkurra áratuga skeið í löndum eins og Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum með mjög góðum árangri. Þar er starfsfólkið sérþjálfað til að mæta þörfum unga fólksins sem þangað leitar auk þess sem það fer reglulega á símenntunarnámskeið á vegum heilbrigðisstofnunarinnar og sveitarfélaganna. Þrátt fyrir að sérstakar unglingamóttökur hafi opnað víðsvegar um landið í kringum 1999-2003 og þær verið ágætlega sóttar, var búið að loka þeim flest öllum árið 2007. Kannanir sem gerða hafa verið hér á landi á meðal unglinga hafa allar sýnt mikinn áhuga þeirra á að sækja slíka þjónustu og þó svo að enn sé fjöldi kynsjúkdómasmita og þungana mikill hjá hjá ungu fólki hafa þessar móttökur ekki opnað á ný til að veita unglingum þá þjónustu sem þeir óska eftir.

Samþykkt: 
  • 11.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-loka[1].pdf875.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna