is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7197

Titill: 
  • Stjórnunarmat í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um stjórnunarmat sem framkvæmt var í þremur leikskólum og þremur grunnskólum í Reykjanesbæ. Markmið verkefnisins er að sýna fram á hvernig stjórnendum við þessar stofnanir gengur í sínu starfi og hvernig starfmönnum líkar við stjórnunina. Samhliða stjórnunarmatinu var gerð starfsmannakönnun þar sem könnuð var starfsánægja, starfsandi og hollusta við stofnunina. Ætlunin er að skoða hvort samband sé milli ánægju með stjórnun og ánægðra starfsmanna.
    Stjórnunarmatið er fyrst og fremst hugsað sem tæki fyrir stjórnendurna sjálfa til að þeir fái tækifæri til að vita hug sinna starfsmanna og fái upplýsingar um sína styrkleika og veikleika. Til að svo megi verða hefur höfundur útbúið skýrslu fyrir hvern skóla þar sem niðurstöður eru birtar auk þess sem birtar eru samanburðartölur við þátttökuskóla á sama skólastigi og síðan alla þátttökuskólana. Skýrslunni var fylgt eftir með samtali höfundar við skólastjórnendur. Í því samtali var farið yfir niðurstöður hverrar spurningar og rætt um þær. Einnig var farið yfir hugsanlegar leiðir til úrbóta en síðan hvatti höfundur skólastjóra til að taka málið upp með sínu starfsfólki til að leyfa þeim að koma með sínar hugmyndir að umbótum þar sem umbóta er þörf.
    Helstu niðurstöður voru þær að almenn ánægja ríkir með stjórnendur skólanna. Starfsmenn voru mjög ánægðir með almenna stjórnun, skiptingu verkefna milli starfsmanna og deilda og ákvarðanatöku í erfiðum málum. Gott samband var milli stjórnenda og starfsmanna og gátu starfsmenn vel hugsað sér að leita til þeirra ef þeir þyrftu á því að halda. Starfsmenn voru líka sáttir við hvernig tekið var á starfsmannamálum og stjórnendur tóku vel ábendingum starfsmanna og leituðu almennt til þeirra áður en mikilvægar ákvarðanir voru teknar. Almennt er upplýsingaflæði gott og starfsfólk var ánægt í sínu starfi. Í ljós kom að stjórnendur minni stofnana virðast vera í betra sambandi við sína starfsmenn heldur en stjórnendur á stærri vinnustöðum. Góður starfsandi ríkir í þessum skólum en þó er ljóst að stjórnendur grunnskólanna þurfa að huga að ýmsum þáttum sem komu ekki eins vel út eins og í leikskólunum og þurfa þeir að vera á varðbergi varðandi ýmsa þætti er móta starsfánægju fólks. Ætla má að samband sé milli ánægju með stjórnun og ánægju starfsmanna. Þó svo stjórnunarmatið hafi almennt komið vel út gagnvart stjórnendum og almenn starfsánægja ríki er mælt með því að stjórnendur láti gera annað sambærilegt mat eftir eitt til tvö ár til að fá viðmið og samanburð. Stjórnendur þurfa í millitíðinni að skoða vel niðurstöður og gera áætlun um úrbætur þar sem þeirra er þörf.

  • Útdráttur er á ensku

    This assignment will cover a management survey which was performed in three kindergartens and three grade schools in Reykjanesbær. The goal of this assignment is to show and evaluate how the administrators manage their work and what the employees think of their mangement abilities. Co management survey is an employee survey where job satisfaction, overall morale and loyalty to the institution will be checked.
    This survey evaluation is first and foremost thought as a tool for the administrators to get the chance to know their employees thoughts and that they get some information and an overall understanding about their strengths and weaknesses. For that to be established author has prepared a report for each school where the results are published as well as comparative numbers of the participating schools of same educational levels are published, ending with the results from all participating schools in all. The report was made by following a conversation between author and school administrators. In that conversation each question result was carefully discussed as well as debating possible ways of improvement with each administrator. In the end the author encouraged school administrators to bring up the the matter with their employees and allow them to suggest their thoughts on improvement and how to achieve them fully. It is also important to let the employees see how good the evaluation results were and how happy they were in general.
    Main results indicated that most employees were satisfied with their manager. Employees were very satisfied with general management, dividing of workload was fair and decisions on difficult matters were handled well. There was a good relationship between the employees and administrator were the employees felt they could discuss and seek help on different matters. Employees were also satisfied with how staffing matters were dealt with and administrator was open to thoughts and ideas from employees and sought out agreement from staff on almost all major issues. In all information flow was high and employees are happy during their work hours. Results indicate that administrators in smaller organizations had a closer relationship with their staff. Bigger organization did not reach that closeness the smaller once seem to have established. Good morale dominates in these school, though grade school administrators need to keep extra thought on different aspects were results were quite lower then the results for kindergarten administrators in those same aspects. Grade school managers need to find a way to boost their staffs morale in the work place. From these results it is expected that a connection is between satisfied management and satisfied employees. Even though the management survey had mostly positive results towards administrators and employee morale was in general quite high it is recommended that administrators keep making these kinds of surveys every other year for criteria and comparison to past surveys. Administrators need to look over the results carefully in the meantime and plan improvements where it is needed.

Samþykkt: 
  • 11.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg M Sveinsdóttir MPA 2011.pdf967.63 kBLokaðurHeildartextiPDF