en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7199

Title: 
  • Title is in Icelandic Stefnumótun og árangursmat fyrir Hjálpræðisherinn á Íslandi. Gengur starfið samkvæmt okkar óskum?
  • Strategic planning and performance analysis for The Salvation Army of Iceland
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hjálpræðisherinn á Íslandi óskaði á sínum tíma eftir því við skýrsluhöfund að hann tæki að sér að fara yfir stefnu og markmið Hjálpræðishersins og starf hans ásamt því að setja fram nýja stefnu og markmið. Með því að fara í gagngera endurskoðun á starfinu er markmiðið að endurvekja áhuga innan hersins meðal samherja og hermanna ásamt því að reyna að virkja nýja liðsmenn til starfa við Hjálpræðisherinn. Fundur var haldinn þar sem hugmynd um stefnumótun og stefnukort voru kynnt. Höfundi var að því loknu gefið umboð til að fara af stað og vinna verkefnið.
    Í þessari skýrslu er farið í greiningar sem þarf til að geta búið til stefnukort fyrir Hjálpræðisherinn. Var farið í að gera PESTEL-greiningu og SVÓT-greiningu sem er grunnurinn að því að búa til markmið sem leiðir að stefnu sem sett var fram.
    Í lokin voru búin til stefnukort sem byggja á SVÓT-greiningu og voru gerð þrjú stefnukort, eitt fyrir hvern flokk, en það sem er sameiginlegt við þau öll er að fyrri hluti þeirra er eins og fjallar um stefnu Hjálpræðisherinn á Íslandi á meðan hinn helmingurinn fjallar um hvern flokk fyrir sig.
    Það sem kom í ljós við greininguna var að þeir erfiðleikar sem Hjálpræðisherinn stendur frammi fyrir er einfaldlega það að ekki eru nógu margir tilbúnir að gerast hermenn eða samherjar og það eru ekki nógu margir tilbúnir að leggja Hjálpræðishernum lið sem sjálfboðaliðar. Er það áhersluatriði númer eitt fyrir stjórn hans að virkja núverandi meðlimi og hvetja fleiri til að gerast meðlimir og sjálfboðaliðar fyrir Hjálpræðisherinn.
    Annað sem kom fram var að meðalaldur meðlimanna er sífellt að hækka. Í dag er meðalaldur í Reykjavík 58 ár og er hann svipaður á Akureyri ef ekki hærri. Grípa þarf til aðgerða til að snúa þessari þróun við ef Hjálpræðisherinn á að geta starfað í framtíðinni.

Accepted: 
  • Jan 11, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7199


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS Trond Are Schelander.pdf863.85 kBLockedHeildartextiPDF