is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7200

Titill: 
  • Feminismi: Leið að jafnrétti eða hugmyndafræði á villigötum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mörgum finnst hugtakið feminismi forvitnilegt og hafa velt því fyrir sér um hvað hugmyndafræðin snýst og hverju hún hefur áorkað í gegnum árin? Til þess að skilja feminisma og þær breytingar sem stefnan vill sjá á högum kynjanna verðum við að skoða hvað feminsiminn stendur fyrir og hver hvatinn er fyrir konurnar sem aðhyllast þessa tilteknu hugmyndafræði. Við þurfum einnig að skoða hvar aðal gagnrýni fólks á virkni feminimanns liggur, hvað þeim finnst að betur mætti fara og hvers vegna þeir telja að jafnrétti sé ennþá fjarlægur draumur, á meðan sumir segja að jafnrétti sé komið á. Hægt er að spyrja hvort feminisminn sé að leggja áherslu á rétta hluti eða fer hugmyndarfræðin villu vegar í baráttu sinni fyrir jöfnum kjörum kynjanna? Hverjar eru ástæður þess að margir forðast í lengstu lög að láta kenna sig við feminisma? Sumir segja að hugmyndafræðin sé gölluð frá rótum þar sem ekki sé hægt að berjast fyrir hag milljóna kvenna sem eiga fátt annað sameiginlegt en að vera konur. Á meðan aðrir segja að konur alls staðar séu að standa í svipuðum baráttumálum, þar sem jafnrétti á við karlmenn sé krafist. Það er svo sannarlega í mörg horn að líta þegar kemur að því að mynda hreyfingu sem á að bera hag svo margra fyrir brjósti og sitt sýnist hverjum. Í þessari ritgerð ætla ég að kynna mér feminisma, hvað stefnan stendur fyrir og upp úr hverskonar jarðvegi hún hefur sprottið. Hver eru áhrif þessarar hugmyndafræði innan mannfræðinnar og hver er staða kvenna á atvinnumarkaðnum í dag. Síðast en ekki síðst ætla ég að skoða hvað það er sem gagnrýnendur feminismanns segja að betur megi fara og hvers vegna þeir halda því fram að jafnréttið sem mögum finnst við nálgast óðfluga sé tálsýn.

Samþykkt: 
  • 11.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Feminismi - leið að jafnrétti eða hugmyndafræði á villigötum.pdf633.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna