en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7203

Title: 
 • Title is in Icelandic Að leggja inn í „ósýnilegan banka“. Sjálfboðastarf á Grensásdeild
Submitted: 
 • February 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð verður fjallað um upphaf, sögu og þróun góðgerðarstarfa. Fjallað verður um það hvernig félagsráðgjöf sem starfsgrein rekur rætur sínar til góðgerðarstarfa og nokkra af hinum áhrifameiri frumkvöðlum sem áttu þátt sinn í því. Gerð verður grein fyrir helstu hugtökum og skilgreiningum á sjálfboðaliða, sjálfboðavinnu og frjálsum félagasamtökum. Ásamt því að rætt verður um bæði erlendar og íslenskar rannsóknir á sjálfboðastörfum og frjálsum félagasamtökum.
  Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga til að skoða framlag sjálfboðastarfa fyrir Grensásdeild og bentu niðurstöðurnar til að framlag þeirra sé deildinni að mörgu leyti mikilvægt. Val á viðmælendum byggðist á því að fá sem flest sjónarhorn á viðfangsefni ritgerðarinnar. Rætt var því við starfsfólk sem og skjólstæðinga Grensásdeildar Landspítala-Háskólasjúkrahúss.
  Markmið rannsóknarinnar var að hvort hagur er af sjálfboðaliðastarfi fyrir Grensásdeild og hvort hagur sé af framlagi frjálsra félagasamtaka á borð við Hollvini Grensásdeildar. Til þess að ná fram settu markmiði voru fjórar rannsóknarspurningar hafðar til grundvallar og var spurningarlisti fyrir eigindlega rannsókn útbúinn til hliðsjónar.
  Viðhorf viðmælenda leiddu svo til niðurstaðna sem voru í samhljómi við þær fræðilegu kenningar og niðurstöður annarra rannsókna sem gerð voru skil í fræðilega hluta verkefnisins, að sjálfboðaliðastarf fyrir Grensásdeild er starfseminni nauðsynleg og auka mætti á fjölbreytileika starfsins. Viðmælendur töldu að ávallt hefði verið þörf á sjálfboðaliðastarfi innan Grensásdeildar en sumir töldu að nú væri meiri þörf þar sem drægi úr fjárframlögum frá ríkinu.

Accepted: 
 • Jan 11, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7203


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skila BA.pdf819.31 kBOpenMeginmálPDFView/Open
forsíðaBA.pdf146.43 kBOpenForsíðaPDFView/Open