is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7205

Titill: 
 • Heilsuefling aldraðra. Þróun hjúkrunarmeðferðar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tillögur íslenskra stjórnvalda um forvarnir og heilsueflingu aldraðra voru settar fram árið 2003. Hjúkrunarfræðingar, læknar og annað heilbrigðisstarfólk á heilsugæslustöðvum víða um land hafa sett fram mismunandi aðferðir og fyrirkomulag til að koma til móts við þær.
  Tilgangur þessa verkefnis var að þróa hjúkrunarmeðferð sem miðar að heilsueflingu aldraðra 75 ára og eldri sem búa á eigin heimilum. Heilsuefling aldraðra felur í sér að styrkja og /eða viðhalda góðri heilsu og sjálfstæði. Þættir sem hafa einna mest áhrif á heilsu og líf aldraðra eru, félagsleg virkni, næring, hreyfing, stuðningur, áhugamál og sjálfsbjörg. Hindranir sem eru taldar draga úr þátttöku aldraðra til heilsueflingar eru til dæmis ónóg þekking, takmarkaður fjárhagur og félagsleg einangrun.
  Við þróun hjúkrunarmeðferðarinnar í þessu verkefni var stuðst við líkan van Meijel og félaga frá Hollandi. Á hönnunarstigi er viðfangsefnið skilgreint og því lýst og unnið er úr fræðilegu efni. Eftir skoðun og mat á fræðilegu efni er meðferðin sett upp. Þá hefst þróunarstig þar sem nánari útfærsla meðferðar er skipulögð. Það felur í sér val á þeirri hugmyndafræði sem notuð verður ásamt aðferðum til að komast í samband við hinn aldraða. Síðan er framkvæmdin og meðferðin forprófuð og gildi metið með eigindlegum aðferðum.
  Meðferðin sem lýst er í þessu verkefni byggist á ítarlegu mati á fræðilegu efni um heilsueflingu aldraðra og heilsueflandi heimsóknir. Hún var þróuð með vettvangskönnun og viðtölum þar sem áhersla var lögð á frásögn hins aldraða og túlkun á eigin heilsu og heilsueflandi lifnaðarháttum. Hjúkrunarmeðferðin felur í sér upplýsingasöfnun um aðbúnað og aðstæður á heimilinu, frásögn einstaklingsins á því hvernig hann metur heilsu, virkni og færni. Fræðsla er veitt eftir þörf og áhuga ásamt upplýsingum um möguleg úrræði og stuðning. Meðferðin er mjög sveigjanleg og felst í því að hjúkrunarfræðingur
  geti þróað samtalið hverju sinni eftir því sem hann metur túlkun frásagnar og þörf hins aldraða til að tjá sig.

Samþykkt: 
 • 11.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistaraverkefnim.pdf238.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna