is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7210

Titill: 
 • Áhrif áhugahvatar á lestrarnám nemenda í 6. bekk grunnskóla : „Ef ég les eitthvað sem mér finnst skemmtilegt eða spennandi þá langar mig að lesa meira og meira og vita meira...“
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn á áhugahvöt og lestarnámi nemenda 6. bekkjar í völdum grunnskólum á Akureyri og einum í nágrenni bæjarins. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á gildi áhugahvatarinnar á nám barna og þá sérstaklega lestrarnám. Gerð var grein fyrir þeim hugmyndum sem standa að baki áhugahvöt, hvernig hún birtist, hvað felst í henni og hvernig hún þróast. Einnig var skoðað hlutverk kennara í vinnu með áhugahvöt og lestrarnám nemenda. Leitað var eftir áliti nemenda í sambandi við val á lestrarefni og hvað hægt væri að gera til þess að gera lestur áhugaverðari. Nemendur komu með sínar hugmyndir og orð þeirra fengu að njóta sín.
  Rannsóknarsniðið er blönduð aðferðafræði, þar sem spurningalisti með opnum og lokuðum spurningum var lagður fyrir nemendur á vef og þeir beðnir að svara. Við gagnagreiningu voru bornar saman tölfræðilegar upplýsingar og einnig voru opnar spurningar flokkaðar, þar sem raddir nemenda hljóma.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna m.a. að í grunnskólunum hafa nemendur jákvæða upplifun af áhugahvöt í lestrarnámi sínu og mikill meirihluti þeirra telur sig mjög góðan eða góðan í lestri og sýni náminu áhuga. Ennfremur að hluti nemenda upplifi sig sem slaka lesara og hefur litla ánægju af lestri. Meirihluti nemenda telur sig alltaf eða mjög oft hafa val um lesefni eftir áhuga í skólanum. Nemendur finna fyrir hvatningu frá kennurum til þess að lesa í skólanum og á það við um bæði þá sem telja sig góða í lestri og þá sem telja sig slaka. Nemendur telja þó að kennarar mættu vera duglegri við að spyrja þá hvort þeir hafi áhuga á því sem þeir eru að lesa í skólanum. Hlutfallslega fleiri drengir telja sig góða í lestri en stúlkur en margar aðrar rannsóknir hafa sýnt hið gangstæða. Aftur á móti telja hlutfallslega fleiri stúlkur sig mjög góðar í lestri en drengir og það samræmist öðrum rannsóknum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um mikilvægi þess að kennara sýni áhugahvöt nemenda í lestrarnámi skilning. Virkja þarf áhugahvöt allra nemenda en beina jafnframt sérstakri athygli að þeim hópi nemenda sem samkvæmt rannsókninni er ekki að njóta sín í lestri og leiða má líkum að því að áhugahvöt þeirra hafi dalað. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að námsáhugi og áhugahvöt nemenda virðist fara minnkandi við upphaf miðstigs.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is on a research on motivation in literacy acquisition of 6th grade students in five schools in Akureyri and one close by. The aim of the research is to shed a light on the value of motivation in children’s educations, especially in literacy acquisition. The ideas behind motivation will be explained, in what way it appears, what it means and how it develops. The role of the teacher working with motivation and literacy was also studied. Students were asked for their opinion on the choice of reading material and what could be done to make reading more interesting.
  It is a Mixed Model Research where students answered a questionnaire with both open ended and closed questions on line. When analysing the data, statistic information was compared and the open ended questions, where the students’ voices could be heard, were categorized.
  The outcome of the research was mainly that students in elementary school usually have a positive experience of motivation in literary acquisition and that the vast majority consider themselves very good or good readers, and are interested in their studies. But it also revealed that a part of the students experience themselves poor readers and do not joy reading. Majority of students think they can always or very often pick reading material by their choice in school. Both good and poor readers find the teachers encouraging, when it comes to reading in school. Relatively more boys than girls consider themselves good at reading, but many other studies have shown the opposite. On the contrary more girls than boys consider themselves very good at reading and that is in line with other studies.
  The conclusion of the research indicates that it is important that teachers have an understanding with the learners’ motivation in literacy acquisition. Every student must be motivated but those who, according to the research, do not to enjoy readingneed special attention. It can be assumed that their motivation has decreased and studies have shown that learning interest and motivation seem to lessen around the age of 10.

Samþykkt: 
 • 12.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
22 11 HA.pdf710.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna