en English is Íslenska

Thesis Agricultural University of Iceland > Umhverfisdeild > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7211

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif hita á útbreiðslu krabbadýra í Laugarvatni
Submitted: 
  • May 2010
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif hita á útbreiðslu krabbadýra í Laugarvatni. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á grunnum lindarvötnum hérlendis og erlendis hafa í mjög takmörku mæli beinst að áhrifum jarðhita á vatnalífverur. Rannsóknin fór fram í Laugarvatni sumarið 2007. Í upphafi voru lögð tvö snið til suðurs út frá norður bakka vatnsins. Snið 1 var lagt út frá heitum hver. Snið 2 var lagt samsíða sniði 1 en þó austar í töluverðri fjarlægð og þess gætt að áhrifa hitans frá hvernum og jarðhita gætti þar ekki. Rannsóknin stóð yfir frá 8. júní til 31. ágúst 2007. Kannað var hvort munur væri á útbreiðslu tegunda eða hópa krabbadýra sem fyndust í krabbagildrum sem lagðar voru fimm sinnum yfir rannsóknartímabilið. Öll sýni úr krabbagildrunum voru skoðuð í víðsjá. Þau dýr sem þar fundust voru flokkuð, þau talin og út frá því var útbreiðsla þeirra skoðuð. Meðfram sýnatökum var hitastig vatnsins mælt, þannig að hægt væri að meta tengsl á milli hitastigs og útbreiðslu breytileika í útbreiðslu, fjölda og samsetningu hópa. Niðurstöður sýndu að ekki er marktækur munur á milli sniða né heldur á milli stöðva, bæði er varðar hitastig og útbreiðslu tegunda eða hópa krabbadýra. Áhrif jarðhitans eru líklega takmörkuð sem gæti verið vegna uppblöndunar vinda sem blanda svona grunnu vatni jafnóðum.

Accepted: 
  • Jan 12, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7211


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS ritgerð Ragnhildur S.pdf734.46 kBOpenPDFView/Open