en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7213

Title: 
 • is Áhrif auglýsinga á kauphegðun neytenda
Submitted: 
 • February 2011
Abstract: 
 • is

  Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að vita hverjir eru áhrifaþættir kauphegðunar neytenda og hvernig er hægt að hafa áhrif á hana. Auglýsingar eru einn þáttur sem getur haft áhrif á kauphegðun neytenda, þær geta vakið þörf og ýtt undir löngun fyrir vörur eða þjónustu.
  Markmið rannsóknarinnar sem hér verður kynnt var að kanna kauphegðun neytenda og hvort auglýsingar hafi þau áhrif á neytendur að þeir fari í verslanir til að kynna sér auglýstar vörur eða þjónustu. Rannsakandi lagði upp með að kanna hvaða fjölmiðill væri áhrifamestur og hvort almenningur teldi að auglýsingar hefðu áhrif á annars vegar kauphegðun neytenda og hins vegar sína eigin kauphegðun. Framkvæmd var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar sem var aðgengileg á internetinu. Til að nálgast þátttakendur rannsóknarinnar var notast við þægindaúrtak og bárust alls 527 svör.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að sjónvarp er sá fjölmiðill sem er talinn hafa mest áhrif á kauphegðun neytenda. Þátttakendur rannsóknarinnar eru sammála því að auglýsingar hafa áhrif á kauphegðun, þó eru þeir tregir til að fara í verslanir til að kynna sér auglýstar vörur eða þjónustu.

Accepted: 
 • Jan 12, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7213


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kh.pdf1.65 MBOpenHeildartextiPDFView/Open