is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7215

Titill: 
  • Útgjöld erlendra ferðamanna í efnahagskreppu. Aukast þau eða minnka?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 2008 varð efnahagshrun á Íslandi. Krónan veiktist allt árið gagnvart erlendum gjaldmiðlum og endaði með mjög djúpri dýfu undir lok árs. Saga sem flestir þekkja. Ein af afleiðingum þessa ástands var sú að fólk með tekjur í annarri mynt en íslenskri krónu upplifði sig á margan hátt sem á útsölu þegar það verslaði vöru og þjónustu á Íslandi. Það var eins og allt væri á 50-70% afslætti!
    Markmið þessa verkefnis var að leggja mat á hvaða afleiðingar þetta hefði haft á neyslu- og útgjaldamynstur erlendra ferðamanna á Húsavík. Undirritaður hafði safnað gögnum á fyrri hluta ársins 2008 á Húsavík sem gæti nýst til samanburðar við gögn sem yrði safnað eftir hrun.
    Í stuttu máli var niðurstaðan sú að útgjöld erlendra ferðamanna á Húsavík jukust mælanlega á milli áranna 2008 og 2010 þegar tekið er mið af vísitöluþróun. Niðurstöðurnar benda til að erlendir ferðamenn á Húsavík hafi í meira mæli keypt sér ýmiskonar afþreyingu í bænum, þar sem hvalaskoðun er algengasta afþreyingin. Þá sýndu niðurstöðurnar að ferðamönnum sem dvöldust á Húsavík yfir nótt hafði fjölgað hlutfallslega, á sama tíma og hlutfall þeirra sem gistu á gistiheimilum og hótelum hafði lækkað. Niðurstaða rannsóknarinnar var því sú að mælanlegar breytingar urðu á heildarútgjöldum og útgjaldamynstri ferðamanna.

Samþykkt: 
  • 12.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Andri_Valur_final.pdf1.53 MBLokaðurHeildartextiPDF