is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7216

Titill: 
 • Hefur starfsumhverfi íslenskra starfsmanna breyst í kjölfar efnahagshrunsins?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í lok 2008 áttu sér stað miklar breytingar á íslenskum atvinnumarkaði í kjölfar efnahagshruns. Staða fyrirtækja versnaði og mörg þeirra sáu ekkert annað fært en að segja upp starfsfólki. Atvinnulíf landsins tók í kjölfar hrunsins stórt stökk niður á við og atvinnuleysi tæplega fimmfaldaðist á skömmum tíma. Árleg viðhorfskönnun, sem gerð er af stéttafélaginu VR, gefur til kynna að starfsumhverfið hafi lítið sem ekkert breyst árin eftir hrun þrátt fyrir talsverðar breytingar á atvinnumarkaði.
  Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort og hvernig starfsumhverfið hjá íslensku starfsfólki hafi breyst í kjölfar efnahagshruns 2008. Áhersla er lögð á svokallaða eftirverendur, starfsfólk sem ekki var sagt upp og varð eftir í fyrirtækinu.
  Vandlega voru valin 15 fyrirtæki úr fimm mismunandi atvinnugreinum sem tóku þátt í könnunum um fyrirtæki ársins síðastliðin þrjú ár. Greiningin byggist að öllu leyti á VR-könnuninni um fyrirtæki ársins og eru tölurnar þaðan notaðar sem rannsóknarefni. Tölur fyrirtækja voru ítarlega greindar, bornar saman og túlkaðar. Niðurstöður fyrirtækjanna fimmtán voru síðan bornar saman við heildarniðurstöður VR-könnunarinnar til að sjá hvort munur væri á.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að lítill munur er á heildareinkunn fyrirtækja frá 2008 og til 2010. Ímynd fyrirtækja versnaði og launkjör lækkuðu á milli áranna en í það litlum mæli að það hafði ekki stórkostleg árhrif á heildareinkunnina. Draga má þá ályktun samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar að starfsumhverfi og líðan fólks á vinnustöðum hafi lítið sem ekkert breyst í kjölfar efnahagshruns.
  Tekið var mið af hugmyndum ýmissa fræðimanna til að skýra niðurstöður rannsóknarinnar. Sérstaklega var leitast við að skilgreina ástæður fyrir litlum breytingum á svörum starfsmanna þessara fyrirtækja, um starfsumhverfi þeirra fyrir og eftir hrun. Sérstök áhersla var lögð á þætti sem gætu haft áhrif á aukna ánægju í starfi í samdráttartímum.

Samþykkt: 
 • 12.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-ritgerð Jessi loka útgáfa.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit.pdf132.24 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimdaskrá.pdf160.96 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna