is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7219

Titill: 
 • Forvarnargildi íþrótta og munntóbak
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni var sjónum beint að tengslum íþróttiðkunar unglinga með íþróttafélagi við notkun þeirra á áfengi og tóbaki. Sérstök áhersla var lögð á að skoða tengsl íþróttaiðkunar með íþróttafélagi og notkun á munntóbaki.
  Stuðst var við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt að unglingar sem iðka íþróttir með íþróttafélagi neyta síður áfengis og tóbaks en þeir sem stunda ekki íþróttir. Jafnframt gera kenningar í félagsfræði ráð fyrir því að þeir sem eru í góðum tengslum við stofnanir samfélagsins séu ólíklegri til að sýna af sér frávikshegðun.
  Í ritgerðinni verður vitnað í fyrri rannsóknir og vísað í kenningar um viðfangsefnið. Til að skoða tengslin betur voru notuð gögn frá rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu úr rannsókn á nemendum í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi árið 2008.
  Niðurstöðurnar sýndu að þeir unglingar sem stunda íþróttir með íþróttafélagi nota síður áfengi og reykja síður en þeir sem stunda ekki íþróttir. Aftur á móti mældist lítill munur á þeim sem stunduðu íþróttir með íþróttafélagi og þeim sem gerðu það ekki þegar notkun munn- og neftóbaks var skoðuð.

Samþykkt: 
 • 12.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forvarnargildi íþrótta og munntóbak.pdf466.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna