is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7223

Titill: 
  • Kynjaflækja hinsegin mæðra. Að afbyggja kynjakerfið og gagnkynhneigt forræði frá jaðrinum
  • Titill er á ensku Gender Chaos and Queer Mothers. Subverting Systems of Gender and Heteronormativity from the Margins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kyngervi og kynhneigð haldast í hendur og eru félagslega mótaðar breytur sem eru hluti af tvíhyggjukerfum. Yfirleitt gerir fólk sér ekki grein fyrir áhrifunum sem það verður fyrir af þessum kerfum né þátttöku sinni í að viðhalda þeim, þrátt fyrir að þau geti verið þvingandi, fordómafull og útilokandi. Í þessari ritgerð skoða ég hugmyndafræði og kenningar um kyngervi, kynhneigð og kynjahlutverk, hvernig þetta tengist og vinnur saman til að byggja upp feðraveldi og gagnkynhneigt forræði sem byggist á yfirburðum gagnkynhneigðra karla. Þetta kerfi elur af sér ákveðin hlutverk fyrir karla og konur, sem falla vel að gagnkynhneigðum veruleika og er þetta látið líta út fyrir að vera eðlilegt. Þá eru börn mótuð til þess að verða að gagnkynhneigðum konum og körlum sem síðar fullkomna hvort annað sem „andstæðupar“. Með ritgerð minni vil ég rannsaka í gegnum viðtöl hvernig hinsegin konur, sem eru í sambúð og eiga börn, skilja, vinna úr, styrkja, afbyggja og sjá fyrir sér kynjahlutverk og ímyndir kynjaða valdakerfisins sem við búum við. Hafa konurnar upplifað þvingandi og neikvæðar orðræður, þá sérstaklega varðandi kynjun og kynhneigð? Hvernig hafa þær skapað sér stöðu í samfélagi sem gerir ekki ráð fyrir þeim? Með þessari ritgerð vil ég athuga hvort og hvernig hópur sem er staðsettur á jaðrinum í samfélaginu sér og skilur það valdakerfi sem einmitt kemur honum fyrir á jaðrinum. Einnig vil ég skoða hvernig hinsegin mæður ganga að valdakerfinu, breyta hugmyndum um fjölskylduna og teygja til normið.

  • Útdráttur er á ensku

    Gender and sexuality are constructed as intertwined binary systems. More often than not, people do not realise how they are affected by these systems, which they take part in reproducing, even though they may be discriminating, repressive, and excluding. This thesis looks into theories relating to gender, gender roles, and sexuality and examines how they interact to form the basis for patriarchy and heteronormativity, creating a hierarchy in which heterosexual men are on top. In this system people are constructed into men and women that perform specific gender roles, making them appear ‚natural‘, while at the same time creating and strengthening the idea that ‚opposites attract‘. This thesis uses semi-structured interviews to examine how queer women, who have children and are in relationships, realise, understand, uphold, deconstruct and view gender roles and symbols within the gendered hierarchy we live in. At the same time, it examines how this group, which is marginalised in society, understands and views the system that marginalises it, and how and if that view changes as they move closer to the ‚norm‘. Have the women experienced negative and discriminatory discourses, especially regarding gender and sexuality? Are they aware of negative discourses regarding queer families and lesbian mothers, which situate heterosexuality as the norm? Do they want to fight back? If so, by what means? This thesis looks at how queer mothers move in on discriminatory systems of power, change notions about the family and expande ideas about the norm.

Samþykkt: 
  • 12.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð MA í kynjafræði sas.pdf555.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna